Stöð 208:00Hvar er best að búa?Lóa Pind heimsækir listræna íslenska fjölskyldu sem býr skammt frá Páfagarði í Róm. Hildur er hönnuður, Ingó leikstjóri og synir þeirra báðir í listaframhaldsskóla. Þau hafa upplifað margt á tíu árum á Ítalíu; búið í kastala, í miðju iðandi næturlífinu, verið stöndug en líka fátæk og hafa þurft að vera útsjónarsöm til að framfleyta sér frá degi til dags. En þau elska Ítalíu, sólina, matinn og dramað í ítalskri þjóðarsál.
08:40Shark TankStórgóðir raunveruleikaþættir þar sem hugmyndaríkir frumkvöðlar keppa um hylli auðjöfra með alls kyns uppfinningum og hugmyndum. Auðjöfrarnir eru vægðarlausir í umsögnum sínum og reka umsækjendur hiklaust á dyr en þyki hugmyndirnar arðvænar og áhugaverðar aðstoða fjárfestarnir frumkvöðlana við að gera hugarfóstur þeirra að veruleika, gegn skilmálum að sjálfsögðu.
09:25Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:45Necessary RoughnessFær, flott og fráskilin kona, Callie Thorne, fær vinnu sem þerapisti fyrir atvinnulið í amerískum fótbolta. Þrátt fyrir mótbyr er hún ákveðin í að láta ferilinn ganga meðfram því að ala upp tvo táninga.
10:30Family LawLögfræðidrama um hóp breyskra systkina sem starfa saman í semingi við lögfræðifyrirtæki föður síns í miðborg Vancouver.
11:10Um land alltKristján Már Unnarsson hittir hjónin sem stofnuðu Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar í bílskúrnum sínum í Hafnarfirði fyrir 43 árum. Það er nú komið í röð stærstu fyrirtækja landsins með 550 manns í vinnu. Rætt er við börn þeirra, sem nú hafa tekið við rekstri fjölskyldufyrirtækisins VHE.
11:40DraumaheimiliðDraumaheimilið er sjónvarpsþáttur þar sem fyglst er með Íslendingum í fasteignahugleiðingum taka eina af stærstu ákvörðunum lífsins, hvaða eign skal kaupa. Auk þess að fylgjast með þessum stóra áfanga í lífi fólks munu áhorfendur fá góð ráð frá iðnaðarmönnum og öðrum fagaðilum.
12:10NeighboursVið fylgjumst með nágrönnunum í Ramsey-götu takast á við lífið þar sem næsta verkefni er ávallt handan hornsins. Í blíðu og stríðu er gott að eiga góða granna.
12:35Hell's KitchenÍslandsvinurinn og sjóvarpskokkurinn Gordon Ramsay tekur á móti nýjum hópi vongóðra kokka sem keppa um titilinn Meistarakokkur. Þessi þáttaröð ber titilinn "barátta aldursfordómanna" þar sem reyndir og rosknir keppa á móti hungruðum hvítvoðungum.
13:15Lego Masters USALego áhugafólk keppir sín á milli í tveggja manna liðum með ótakmarkað magn af Lego-kubbum og endalausum möguleikum. Það reynir á útsjónarsemi, sköpunargleði og samvinnu liðanna til að útbúa sannkölluð listaverk og hreppa titilinn bestu áhugamanna Lego-smiðirnir.
14:00Leitin að upprunanumFjórða þáttaröð af þessum geysivinsælu og margverðlaunuðu þáttum. Í þetta sinn heimsækir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir nokkra af þeim viðmælendum sem leyfðu sjónvarpsáhorfendum að fylgjast með leit sinni að upprunanum og forvitnast um hvað hefur á daga þeirra drifið frá því tökum lauk. Auk þess heyrum við sögur fólks sem tók þá ákvörðun að hefja sjálft upprunaleit eftir að hafa fylgst með öðrum gera slíkt hið sama á sjónvarpsskjánum.
14:40SpegilmyndinMannlífsþáttur um heilsu, fegurð, hreyfingu og fegrunar- og ly?taaðgerðir. Þáttastjórnandi er Marín Manda Magnúsdóttir.
15:05The Masked DancerFrábærir dans- og raunveruleikaþættir þar sem grímuklæddar stjörnur keppa sín á milli í dansi. Einn dettur út í viku hverri og þarf þá að lyfta hulunni af því hver hann er. Dómararnir keppast um að giska á hverjir eru á bak við grímurnar og kynnirinn Joel Dommett skemmtir áhorfendum með misgáfulegum fimmaura bröndurum.
16:10Hvar er best að búa?Halla flutti til Frakklands með frönskum eiginmanni og tveimur börnum. Þau skildu – en hún ákvað að búa áfram í ægifögru Ardeche héraði þar sem hún landaði draumastarfi á náttúruverndarsvæði. Lóa Pind heimsækir Höllu og glókollana hennar tvo í gömlu mylluna í miðaldaþorpinu Joyeuse og fylgist með daglegu lífi þeirra; fara á vikulega markaðinn, stunda skriðdýrarannsóknir í vinnunni og óvanalegt tómstundagamanið = að fá útrás við að spila á trommur með vinum sínum í gamalli hvelfingu.
16:50FriendsGamanþáttaröð um vinsælustu vini í heimi.
17:10FriendsGamanþáttaröð um vinsælustu vini í heimi.
17:35Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
18:00NeighboursVið fylgjumst með nágrönnunum í Ramsey-götu takast á við lífið þar sem næsta verkefni er ávallt handan hornsins. Í blíðu og stríðu er gott að eiga góða granna.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
18:55Ísland í dagSkemmtilegur og fjölbreyttur dægurmálaþáttur.
19:10Gulli byggirÚtsýnispallur á Bolafjalli hefur vakið mikla athygli, hér fylgist Gulli með hönnun og byggingu á pallinum frá byrjun til enda. Útsýni í hæsta gæðaflokki.
20:00Your Home Made PerfectStórgóðir breskir þættir þar sem arkitektar keppast við að hanna falleg heimili með aðstoð tækninnar. Hér hanna þau rýmin í tölvu og áður en húseigendur taka endanlega ákvörðun um endurbætur á heimilum sínum gefst þeim tækifæri til að skoða hönnunina í gegnum sýndarveruleikagleraugu.
21:05True DetectiveFjórða þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta frá HBO. Sögusviðið er smábærin Ennis í Alaska (Dalvík) og harðgerð vetrartíð er skollin á. Átta menn hafa horfið sporlaust frá Tsalal Arctic rannsóknarstöðinni og lögreglukonurnar Liz Danvers (Jodie Foster) og Evangeline Navarro (Kali Reis) sjá um rannsókn málsins. Þær þurfa að grafa upp óhugnaðinn sem leynist undir yfirborði víðfeðms íssins og ásamt því, að horfast í augu við myrkrið innra með sér.
22:10Sneaky PeteSvikahrappur á flótta undan hættulegum glæpamanni dulbýr sig sem klefafélagi sinn úr fangelsi, Pete. Litrík og óútreiknanleg fjölskylda Petes reynir hins vegar að draga hann inn í heim sem er jafnvel hættulegri en sá sem hann er að koma sér út úr. Í staðinn gæti hann fengið að upplifa fjölskyldutengsl sem hann hefur aldrei áður kynnst.
23:00Hvar er best að búa?Fimmta þáttaröð þessara frábæru þátta með Lóu Pind sem heimsækir Íslendinga sem létu drauminn um að búa í útlöndum rætast. Við fylgjumst með ævintýrafólki sem flutti í arabískt furstadæmi, fjölskyldu sem hraktist af leigumarkaði á Íslandi en býr nú í finnskum skógi, Eurovision sérfræðingi sem kennir við Háskólann í Helsinki, unga konu sem var heilluð af Frakklandi og lét drauminn rætast að flytja til Suður-Frakklands, jafnöldru hennar sem var dáleidd af Japan og freistar nú gæfunnar í milljónaborginni Tókýó, fjölskyldu sem flutti til eins fátækasta ríkis veraldar – Síerra Leóne, fjölskyldu sem ætlaði að setjast að á Spáni en endaði á að flytja í húsbíl og loks heimshornaflakkara sem valdi að byggja sér draumahús á hitabeltiseyjunni Srí Lanka.
00:0060 MinutesVandaður þáttur í virtustu og vinsælustu fréttaskýringaþáttaröð í heimi þar sem reyndustu fréttaskýrendur Bandaríkjanna fjalla um mikilvægustu málefni líðandi stundar og taka einstök viðtöl við heimsþekkt fólk.
00:45Dr. DeathÖnnur þáttaröð þessara mögnuðu þátta sem byggðir eru á sönnum atburðum. Hér fylgjumst við með "kraftaverka manninum" Paolo Macchiarini, heillandi skurðlækni sem var þekktur fyrir nýstárlegar aðgerðir sínar. Þegar rannsóknar blaðamaðurinn Benita Alexander reynir að fá hann í viðtal, snýr það öllu lífi hennar á hvolf.
01:30FriendsGamanþáttaröð um vinsælustu vini í heimi.
01:55FriendsGamanþáttaröð um vinsælustu vini í heimi.
02:15Sorry for Your LossÖnnur þáttaröðin í þessum tilfinningaþrungnu dramaþáttum um Leigh Shaw sem reynir að koma aftur undir sig fótunum eftir skyndilegt andlát eiginmannsins.
02:45Sorry for Your LossÖnnur þáttaröðin í þessum tilfinningaþrungnu dramaþáttum um Leigh Shaw sem reynir að koma aftur undir sig fótunum eftir skyndilegt andlát eiginmannsins.
03:15FósturbörnAf hverju geta á fjórða hundrað barna ekki búið heima hjá mömmu og pabba og hvað verður þá um þau? Sindri Sindrason kynnir sér alla anga kerfisins, hittir börn sem verið hafa í fóstri, fósturforeldra, blóðforeldra sem misst hafa forræði yfir börnum sínum. Hann mun einnig kynna sér barnaverndarnefndir, skóla sem sérhæft hafa sig í að taka á móti þessum börnum og fleiri þætti sem tengjast þessu kerfi sem í gegnum tíðina hefur verið lítið talað um.