Stöð 2 08:00HeimsóknSindri Sindrason heimsækir sannkallaða fagurkera sem opna heimili sín fyrir áhorfendum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram því besta í viðmælendum sínum.
08:30Grand DesignsGlæsilegir þættir þar sem fylgst er með stórkostlegum endurbótum á heimilum. Oftar en ekki er einblýnt á nútímahönnun, orkunýtni, hvernig á að hámarka nýtingu á plássi og útsýni.
09:15Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:40Fantasy IslandÆvintýralegir, drama- og fantasíuþættir. Þættirnir gerast á lúxus eyju þar sem bókstaflega hverri fantasíu sem gestir hafa er fullnægt. Það stenst þó sjaldnast væntingarnar og hver þáttur segir ólíkar sögur fólks sem kemur til eyjarinnar með drauma og þrár en fara þaðan upplýstari eftir töfrandi upplifun Fantasíu-eyju.
10:20MoonshineDrama- og gamanþáttur sem fjallar um afbrigðilegu Finley-Cullens fjölskylduna. Hálfsystkyni sem berjast um yfirráð yfir fjölskyldufyrirtækinu, The Moonshine, sem er tveggja stjörnu sumardvalarstaður á góðum degi... sá dagur var 1979. Staðurinn er einnig einu skerfi frá gjaldþroti og hefur að geyma dularfullt fjölskylduleyndarmál.
11:05The Great British Bake OffStórskemmtilegir matreiðsluþættir og einir vinsælustu þættir Bretlands. Áhugabakarar keppast með færni sinni og útsjónarsemi um að heilla ofur smámunasama dómara. Að lokum stendur einn uppi sem sigurvegari og titilinn áhugabakari ársins.
12:00Britain's Got TalentStærsta hæfileikakeppni heims og skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna. Dómarar eru þau Simon Cowell, leikkonan Amanda Holden, söngkonan Alesha Dixon og atvinnudansarinn og Strictly Come Dancing dómarinn Bruno Tonioli. Kynnar eru skemmtikraftarnir Ant og Dec og fara á kostum eins og þeim einum er lagið.
13:00Fyrsta blikiðDýralæknirinn Andrea hikar ekki við að spyrja bifvélavirkjann Sævar út í alvöru málin á blindu stefnumóti.Það er erfitt að brosa ekki yfir blindu stefnumóti Viktoríu og Elsu sem eiga í hressilegum og einlægum samræðum.
13:40Nettir kettirStórskemmtilegur spurningaáttur um popptónlist þar sem íslenskt tónlistarfólk spreytir sig á allskonar spurningum um allt milli himins og jarðar úr tónlistarheiminum. Þáttastjórnandi er Hreimur Heimisson.
14:30ÍsskápastríðBeittir hnífar koma við sögu í þessum þætti.
15:10The Summit14 ókunnir og ólíkir einstaklingar taka þátt magnaðri áskorun þar sem þau þurfa að vinna saman og geta unnið milljón dali. Þau fá 14 daga til að klífa eitt hæsta fjall Nýja-Sjálands og þurfa að bera alla vinningsupphæðina með sér á tindinn. Hætturnar leynast víða og ýmsar hindranir verða á vegi þeirra, ásamt óstapílli veðráttu.
16:10BaklandiðÞegar þú gengur inn um hurðina á slökkvistöðinni þarftu að leggja þitt persónulega líf til hliðar. Að sama skapi er mikilvægt að skilja verkefni dagsins eftir í búningsklefanum að vakt lokinni.
16:40HeimsóknSindri Sindrason heimsækir sannkallaða fagurkera sem opna heimili sín fyrir áhorfendum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram því besta í viðmælendum sínum.
17:05Stóra sviðiðFrábær fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir. Í hverjum þætti fá þeir til sín þjóðþekkta einstaklinga sem aðstoða þá við að leysa þessar þrautir eftir sinni bestu getu. Áskoranirnar eru allt frá kvikmyndagerð yfir í rómantík og þurfa þeir að leggja allt sitt í sölurnar til að vinna hylli áhorfenda sem síðan kjósa sigurvegara hvers þáttar fyrir sig. Hér er á ferðinni óborganlegur þáttur sem enginn má láta framhjá sér fara.
18:00Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
19:00America's Got TalentAmeríkanar sýna hvað þeir geta hér í stærstu hæfileikakeppni heims. Keppendur eru af öllum stærðum og gerðum og hæfileikarnir jafn misjafnir og keppendur eru margir. Dómararnir eru þau Piers Morgan, Sofía Vergara, Heidi Clum og Howie Mandel. Kynnir þáttanna er Terry Crews.
20:20Crooked HouseCrooked House er gerð eftir samnefndri morð- og sakamálasögu rithöfundarins Agöthu Christie og gerist að mestu á sveitasetrinu Three Gables þar sem þrír ættliðir Leonides-fjölskyldunnar búa undir sama þaki. Þegar höfuð fjölskyldunnar, hinn auðugi Aristide, er myrtur fellur grunur á þau öll.
22:15Now You See MeMögnuð mynd með Jesse Eisenberg, Mark Ruffalo, Woody Harrelson, Isla Fisher, Morgan Freeman og Michael Caine í aðalhlutverkum. Hópur eitursnjallra töframanna fremur magnað bankarán í miðri sýningu og dreifir ránsfengnum til áhorfenda. Alríkislögreglumanninum Dylan Hobbs er falið að rannsaka málið en hann rekur sig strax á veggi því honum er gjörsamlega ómögulegt að skilja hvernig fjórmenningarnir sem staddir voru í Las Vegas og fyrir allra augum gætu hafa framið bankarán á sama tíma í annarri heimsálfu.
00:05Harry Potter and the Order of PhoenixFimmta myndin um Harry Potter sem er sannfærður um að hinn illi Voldermort sé kominn aftur en galdraskólinn er í algerri afneitun. Ráðuneytið sendir því nýjan kennara til Hogwarts til að reyna þagga niður þann orðróm sem Harry hefur komið af stað. Nú þurfa því Harry og vinir hans að finna sjálfir leið til þess að takast á við eina mestu ógn galdrasamfélagsins.
02:15Fantasy IslandÆvintýralegir, drama- og fantasíuþættir. Þættirnir gerast á lúxus eyju þar sem bókstaflega hverri fantasíu sem gestir hafa er fullnægt. Það stenst þó sjaldnast væntingarnar og hver þáttur segir ólíkar sögur fólks sem kemur til eyjarinnar með drauma og þrár en fara þaðan upplýstari eftir töfrandi upplifun Fantasíu-eyju.
02:55MoonshineDrama- og gamanþáttur sem fjallar um afbrigðilegu Finley-Cullens fjölskylduna. Hálfsystkyni sem berjast um yfirráð yfir fjölskyldufyrirtækinu, The Moonshine, sem er tveggja stjörnu sumardvalarstaður á góðum degi... sá dagur var 1979. Staðurinn er einnig einu skerfi frá gjaldþroti og hefur að geyma dularfullt fjölskylduleyndarmál.