Stöð 2 08:00HeimsóknSindri Sindrason heimsækir sannkallaða fagurkera sem opna heimili sín fyrir áhorfendum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram það besta í viðmælendum sínum.
08:15Shark TankStórgóðir og spennandi raunveruleikaþættir þar sem hugmyndaríkir frumkvöðlar keppa um hylli auðjöfra með alls kyns uppfinningum og hugmyndum. Auðjöfrarnir eru vægðarlausir í umsögnum sínum og reka umsækjendur hiklaust á dyr en þyki hugmyndirnar arðvænar og áhugaverðar aðstoða fjárfestarnir frumkvöðlana við að gera hugarfóstur þeirra að veruleika, gegn skilmálum að sjálfsögðu.
09:00Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:20Grey's AnatomyVinsælir dramaþættir um lífið á Grey Sloan Memorial spítalanum í Seattle-borg. Skurðlækninn Meredith Grey og samstarfsfélagar hennar þurfa daglega að taka ákvarðanir uppá líf og dauða. Einkalíf læknanna á það svo til að gera starfið enn flóknara.
10:00NCISGeysivinsælir og léttir spennuþættir sem fjalla um félagana í rannsóknardeild bandaríska sjóhersins. Eins og áður glíma þau við flókin og hættuleg verkefni
10:40Um land alltKristján Már Unnarsson kynnist mannlífi í Svarfaðardal og skoðar nýtt sveitaþorp sem er að myndast í Laugahlíð.
11:10Hell's KitchenÍslandsvinurinn og sjóvarpskokkurinn Gordon Ramsay tekur á móti nýjum hópi vongóðra kokka sem keppa um titilinn Meistarakokkur. Þessi þáttaröð ber titilinn "Ameríski draumurinn" þar sem einstakar sögur tvinnast inn í keppnina til að sjá hvað kokkarnir þola og reynir á þrautsegju þeirra.
11:55NeighboursVið fylgjumst með nágrönnunum í Ramsey-götu takast á við lífið þar sem næsta verkefni er ávallt handan hornsins. Í blíðu og stríðu er gott að eiga góða granna.
12:20Top 20 FunniestSprenghlægilegir þættir fyrir alla fjölskylduna með skrítnustu, fyndustu og neyðarlegustu myndbandsupptökurnar sem gerðar hafa verið.
13:00The GoldbergsGamanþáttaröð sem gerist á níunda áratug síðustu aldar og fjallar um fjöruga fjölskyldu sem er ekki alveg eins og fólk er flest. Sögumaðurinn er yngsti fjölskyldu meðlimurinn sem tekur allt sem fram fer á heimilinu upp á myndbandsupptökuvél.
13:25Hvar er best að búa?Frábærir þættir með Lóu Pind sem heimsækir Íslendinga sem létu drauminn um að búa í útlöndum rætast. Við fylgjumst með athafnasömu ævintýrafólki sem keypti jörð og byggði sér heimili á eldfjalli á La Palma, frumkvöðli og lækni í Bandaríkjunum, stressinu við að opna veitingastað á Jótlandi, hjónum sem hafa hreiðrað um sig með fimm börn á Menorca, fiðluleikara sem elti ástina til Ísrael, systkinum sem lifa ólíku lífi og loks nýgiftum hjónum sem lifa og hrærast í heimi taílenskra bardagaíþrótta á paradísareyju í hitabeltinu.
14:10SamstarfSunneva hefur aldrei séð stöðumælavörð og telur því starfsstéttna ekki vera til. Hún kemst svo sannarlega að því að það er ekki raunin þegar hún og Jóhanna bregða á leik á götum Reykjavíkurborgar.
14:25Bibba flýgurFjölmiðlakonan Birna María eða Bibba tekur flugið á milli flugvalla landsins og kynnist lífinu í hinum ýmsu byggðum og uppgötvar sannkallaðar náttúruperlur hvert sem hún fer. Á vegi hennar um þessa skemmtilegu áfangastaða verða áhugaverðir viðmælendur sem tengjast þessum perlum á einn eða annan hátt sem búa yfir fróðleik um svæðið og upp miðla sinni þekkingu um spennandi og fallegu einkenni þeirra.
14:50GolfarinnFjölbreytt og skemmtileg þáttaröð þar sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson munu verða Hlyni Sigurðssyni innan handar í að kenna kylfingum allt um golfíþróttina. Fastir liðir verða á sínum stað, við fylgjumst með þekktum Íslendingum keppa sín á milli, lærum helstu trixin til að verða betri í íþróttinni auk þess sem við förum í golfferð um Ísland.
15:25Inside the ZooHeimildarþættir þar sem við fáum að kynnast dýrum og umsjónarmönnum í dýragarðinum í Edinborg og Highland Wildlife Park.
16:25HeimsóknSindri Sindrason heimsækir sannkallaða fagurkera sem opna heimili sín fyrir áhorfendum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram það besta í viðmælendum sínum.
16:45Rax AugnablikLjósmyndarinn Ragnar Axelsson segir sögurnar á bak við myndirnar sem hann tók, fólkið sem hann hitti og allar ævintýralegu aðstæðurnar sem hann hefur lent í.
16:55FriendsGamanþáttaröð um vinsælustu vini í heimi.
17:15FriendsGamanþáttaröð um vinsælustu vini í heimi.
17:40Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
18:00NeighboursVið fylgjumst með nágrönnunum í Ramsey-götu takast á við lífið þar sem næsta verkefni er ávallt handan hornsins. Í blíðu og stríðu er gott að eiga góða granna.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
18:55Ísland í dagSkemmtilegur og fjölbreyttur dægurmálaþáttur.
19:10Helvítis kokkurinnÍvar Örn Hansen er kallaður helvítis kokkurinn og hann gerir fyrst og fremst svakalega bragðgóðan mat. Ein uppskrift tekin fyrir í hverjum þætti. Myndataka, klipping og útlit er frekar hrátt og það er ekkert verið að velta sér mikið upp úr smáatriðum eins og málfari eða tilfinningum annarra.
19:20Steinda Con: Heimsins furðulegustu hátíðirVið fylgjumst með Steinda heimsækja margar af skrítnustu, skemmtilegustu og furðulegustu ráðstefnum sem haldnar eru í heiminum. Steindi fer með Hulla á Drachen Fest í Þýskalandi (sem er risastór hlutverkaleikahátíð), Önnu Svövu á Brony Con (ráðstefna fyrir aðdáendur My Little Pony), Bergi Ebba á UFO ráðstefnu í Arisona (ráðstefna um geimverur og þá sem segjast hafa hitt geimverur), betri helmingnum á Fetish Con (þarfnast ekki frekari útskýringa), Dóra DNA á óbyggðahátíð í Ástralíu og síðast en ekki síst með mömmu sinni til að keppa um heimsmeistaratitilinn í luftgítar sem fram fer í Finnlandi ár hvert.
19:55NæturvaktinÍslensk þáttaröð með Jóni Gnarr og Pétri Jóhanni Sigfússyni í aðalhlutverkum. Þættirnir gerast á næturvaktinni á ónefndri bensínstöð í borginni þar sem standa vaktina þrír gerólíkir náungar sem seint munu eiga skap saman. (4:12) Ólafi dreymir um frægð og frama og hann fær gullið tækifæri þegar X-Factor heldur opnar áheyrnarprufur. Georg er þó ekki á því að gefa honum frí.
20:20LXSVið skyggnumst inn í líf stúlknahópsins LXS sem samanstendur af þeim Birgittu Líf, Ástrós, Magneu, Sunnevu Einars og Ínu Maríu og fáum að kynnast þeim í nærmynd. Við fáum að sjá frá þeirra víðfrægu ferðum sem fjölmiðlar hafa ötult fjallað um.
20:45ÆðiFjórða þáttaröð þessa skemmtilegu raunveruleikaþátta um samfélagsmiðlastjörnuna og áhrifavaldinn Patrek Jaime og vini hans Bassa Maraj og Binna Glee.
21:05ÆðiFjórða þáttaröð þessa skemmtilegu raunveruleikaþátta um samfélagsmiðlastjörnuna og áhrifavaldinn Patrek Jaime og vini hans Bassa Maraj og Binna Glee.
21:25ShamelessSjötta þáttaröðin af þessum bráðskemmtilegu þáttum um skrautlega fjölskyldu. Fjölskyldufaðirinn er forfallinn alkóhólisti, mamman löngu flúin að heiman og uppátækjasamir krakkarnir sjá um sig sjálfir.
22:20ShamelessSjötta þáttaröðin af þessum bráðskemmtilegu þáttum um skrautlega fjölskyldu. Fjölskyldufaðirinn er forfallinn alkóhólisti, mamman löngu flúin að heiman og uppátækjasamir krakkarnir sjá um sig sjálfir.
23:10CaptivatedGrípandi spennuþættir um unga móður og son hennar á flótta undan auðugum viðskiptamanni, sem er til í að gera hvað sem er til að finna þau.
23:55FriendsGamanþáttaröð um vinsælustu vini í heimi.
00:15FriendsGamanþáttaröð um vinsælustu vini í heimi.
00:40The BlacklistÞað er komið að lokaþáttaröðinni með James Spader í hlutverki hins magnaða Raymond Reddington eða Red. Red er á leiðinni í stríð, við alla og það kemur ekkert annað til greina en að vinna það stríð.
01:20SuccessionÞriðja þáttaröð þessa stórgóðu þátta úr smiðju HBO um fjölmiðlamógúlinn Logan Roy og fjölskyldu hans en þegar Logan sýnir merki um að minnka við sig fer að hrikta í stoðum fjölskyldufyrirtækisins þegar fleiri en einn vilja ná völdum og stýra ættarveldinu.
02:15Rapp í ReykjavíkHér er fjallað um ferskustu straumana í tónlistarmenningu Íslendinga. Dóri DNA ræðir við Reykjavíkurdætur, Blaz Roca, Úlf Úlf, Shades of Reykjavík, Tiny, Gísla Pálma, Cell7, Bent, Emmsjé Gauta, Kött Grá Pjé, Herrra Hnetusmjör auk ótal annarra og reynir að kryfja þessa endurlífgun rappsenunnar á Íslandi.
02:50The GoldbergsGamanþáttaröð sem gerist á níunda áratug síðustu aldar og fjallar um fjöruga fjölskyldu sem er ekki alveg eins og fólk er flest. Sögumaðurinn er yngsti fjölskyldu meðlimurinn sem tekur allt sem fram fer á heimilinu upp á myndbandsupptökuvél.
03:10Grey's AnatomyVinsælir dramaþættir um lífið á Grey Sloan Memorial spítalanum í Seattle-borg. Skurðlækninn Meredith Grey og samstarfsfélagar hennar þurfa daglega að taka ákvarðanir uppá líf og dauða. Einkalíf læknanna á það svo til að gera starfið enn flóknara.
03:50NCISGeysivinsælir og léttir spennuþættir sem fjalla um félagana í rannsóknardeild bandaríska sjóhersins. Eins og áður glíma þau við flókin og hættuleg verkefni