Stöð 2 08:00HeimsóknSindri Sindrason heimsækir sannkallaða fagurkera sem opna heimili sín fyrir áhorfendum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram það besta í viðmælendum sínum.
08:20Grand DesignsGlæsilegir þættir þar sem fylgst er með stórkostlegum endurbótum á heimilum. Oftar en ekki er einblýnt á nútímahönnun, orkunýtni, hvernig á að hámarka nýtingu á plássi og útsýni.
09:05Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:25Grey's AnatomyVinsælir dramaþættir um lífið á Grey Sloan Memorial spítalanum í Seattle-borg. Skurðlækninn Meredith Grey og samstarfsfélagar hennar þurfa daglega að taka ákvarðanir uppá líf og dauða. Einkalíf læknanna á það svo til að gera starfið enn flóknara.
10:10NCISGeysivinsælir og léttir spennuþættir sem fjalla um félagana í rannsóknardeild bandaríska sjóhersins. Eins og áður glíma þau við flókin og hættuleg verkefni
10:50Um land alltKristján Már Unnarsson kynnist franskri arfleifð og Kaupfélagsrekstri útgerðar og fiskvinnslu í anda gamla SÍS.
11:20Hell's KitchenÍslandsvinurinn og sjóvarpskokkurinn Gordon Ramsay tekur á móti nýjum hópi vongóðra kokka sem keppa um titilinn Meistarakokkur. Þessi þáttaröð ber titilinn "Ameríski draumurinn" þar sem einstakar sögur tvinnast inn í keppnina til að sjá hvað kokkarnir þola og reynir á þrautsegju þeirra.
12:00EyjafjallajökullEyjafjallajökull gaus í apríl árið 2010 og lamaði flugsamgöngur í Evrópu dögum saman og ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins. Eldgosið olli því að nafn Íslands komst í heimsfréttirnar meira en nokkru sinni fyrr. Íslendingar voru þá enn að kljást við afleiðingar bankahrunsins. En í stað þess að eldgosið dýpkaði kreppuna enn meir lagði það grunninn að einhverju mesta velsældarskeiði í sögu þjóðarinnar. Þessi saga verður rifjuð upp og krufin á Stöð 2 í tveimur þáttum í umsjón Kristjáns Más Unnarssonar.
12:35Burnout: The Truth About WorkTæknin átti að gefa okkur meiri tíma til að gera hluti sem veita okkur gleði en það er hins vegar þannig að við erum uppteknari en nokkurn tímann, vinnum lengur, alltaf tengd og að eltast við endalausar freistingar.
Afhverju vinnum við og afhverju vinnum við núna meira en nokkurn tímann áður? Hér er grenslast fyrir um hvernig of mikið álag er að drepa okkur og eyðileggja plánetuna og einnig hvað er hægt að gera til að sporna við þróuninni.
13:30Top 20 FunniestSprenghlægilegir þættir fyrir alla fjölskylduna með skrítnustu, fyndustu og neyðarlegustu myndbandsupptökurnar sem gerðar hafa verið.
14:10Hvar er best að búa?Fimmta þáttaröð þessara frábæru þátta með Lóu Pind sem heimsækir Íslendinga sem létu drauminn um að búa í útlöndum rætast. Við fylgjumst með ævintýrafólki sem flutti í arabískt furstadæmi, fjölskyldu sem hraktist af leigumarkaði á Íslandi en býr nú í finnskum skógi, Eurovision sérfræðingi sem kennir við Háskólann í Helsinki, unga konu sem var heilluð af Frakklandi og lét drauminn rætast að flytja til Suður-Frakklands, jafnöldru hennar sem var dáleidd af Japan og freistar nú gæfunnar í milljónaborginni Tókýó, fjölskyldu sem flutti til eins fátækasta ríkis veraldar ? Síerra Leóne, fjölskyldu sem ætlaði að setjast að á Spáni en endaði á að flytja í húsbíl og loks heimshornaflakkara sem valdi að byggja sér draumahús á hitabeltiseyjunni Srí Lanka.
15:15Eldað af ástUppáhaldsfiskurinn minn er bleikja. Oftast set ég bara salt og pipar á hana og beint inn í ofn en núna ætlum við að setja extra mikla ást í hana án þess að vera með of mikið bras. Ég var með rósakál og brokkolí með fiskinum en mörgum finnst ómissandi að hafa kartöflur með fiski og þá er um að gera að sjóða þær með.
15:25Bibba flýgurFjölmiðlakonan Birna María eða Bibba tekur flugið á milli flugvalla landsins og kynnist lífinu í hinum ýmsu byggðum og uppgötvar sannkallaðar náttúruperlur hvert sem hún fer. Á vegi hennar um þessa skemmtilegu áfangastaða verða áhugaverðir viðmælendur sem tengjast þessum perlum á einn eða annan hátt sem búa yfir fróðleik um svæðið og upp miðla sinni þekkingu um spennandi og fallegu einkenni þeirra.
15:50GolfarinnFjölbreytt og skemmtileg þáttaröð þar sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson munu verða Hlyni Sigurðssyni innan handar í að kenna kylfingum allt um golfíþróttina. Fastir liðir verða á sínum stað, við fylgjumst með þekktum Íslendingum keppa sín á milli, lærum helstu trixin til að verða betri í íþróttinni auk þess sem við förum í golfferð um Ísland.
16:20Inside the ZooHeimildarþættir þar sem við fáum að kynnast dýrum og umsjónarmönnum í dýragarðinum í Edinborg og Highland Wildlife Park.
17:20HeimsóknSindri Sindrason heimsækir sannkallaða fagurkera sem opna heimili sín fyrir áhorfendum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram það besta í viðmælendum sínum.
17:40LandhelgisgæslanVandaðir heimildarþættir í umsjón Ásgeirs Erlendssonar og Jóhanns K. Jóhannssonar sem fá einstakan aðgang að Landhelgisgæslunni og fá að fylgjast með störfum þeirra á Íslandi og erlendis. Í þáttunum verður farið í útköll og eftirlit með þyrlusveit Gæslunnar og á varðskipinu Þór. Sömuleiðis verður fylgst með sprengjusveitinni sem og áhöfn flugvélarinnar TF-Sif sem er reglulega í eftirliti við Miðjarðarhafið þar sem þúsundir flóttamanna fara yfir hafið á ári hverju.
18:05Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
19:00Britain's Got TalentStærsta hæfileikakeppni heims og skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna. Dómarar eru þau Simon Cowell, leikkonan Amanda Holden, söngkonan Alesha Dixon og atvinnudansarinn og Strictly Come Dancing dómarinn Bruno Tonioli. Kynnar eru skemmtikraftarnir Ant og Dec og fara á kostum eins og þeim einum er lagið.
20:00Flamingo barFlamingo Bar er kominn á síðasta séns og hlutirnir þurfa að gerast hratt. Bjarki og Tinna ákveða að leggja allt sem þau eiga í mikilvægt opnunarpartý, umfjöllun um barinn er allt sem þau þurfa!
20:25Svörtu sandarRannsóknarlögreglan Aníta herjar á æskuslóðir eftir 15 ára fjarveru. Hún kvíðir því að hitta fólk sem hún hefur lengi forðast, sérstaklega móður sína. Á leiðinni er hún kölluð til starfa vegna líkfundar í fjörunni við Glerársanda, þar sem hún hittir gamlan vin, nýja samstarfsfélaga og fyrrum ástmann.
21:15Svörtu sandarTilkoma slösuðu stúlkunnar breytir rannsókninni á andláti ferðamannsins en metnaðarleysi og meðalmennska í vinnubrögðum lögreglunnar flækir málin. Aníta styrkir tengslin við þá sem standa henni næst en mæðgurnar eiga erfitt með að ná saman á ný. Elín vonast til að partý um kvöldið breyti því.
22:10CopshopHasarmynd frá 2021 með Gerard Butler og Frank Grillo í aðalhlutverkum. Svikahrappur á flótta undan leigumorðingja nær að fela sig í klefa á lögreglustöð í smábæ. Þegar leigumorðinginn mætir á stöðina er fjandinn laus og óharnaður nýliði í lögreglunni lendir mitt á milli í átökum glæpamannanna.
23:55Monsters of ManVélmennaframleiðandi sem vill komast á hersamning fer að vinna með spilltum leyniþjónustumanni við ólölegar prófanir á fjórum drápsvélum. Þeir senda prufuvélar af stað í Gyllta þríhyrninginn, þar sem eiturlyf eru framleidd. Í stað þess að drepa glæpamenn sem engin myndi sakna falla saklausir borgarar í aðgerðinni. Sex læknar sem starfa við mannúðaraðstoð verða vitni að verknaðnum og verða því næsta skotmark.
02:00Grey's AnatomyVinsælir dramaþættir um lífið á Grey Sloan Memorial spítalanum í Seattle-borg. Skurðlækninn Meredith Grey og samstarfsfélagar hennar þurfa daglega að taka ákvarðanir uppá líf og dauða. Einkalíf læknanna á það svo til að gera starfið enn flóknara.
02:40NCISGeysivinsælir og léttir spennuþættir sem fjalla um félagana í rannsóknardeild bandaríska sjóhersins. Eins og áður glíma þau við flókin og hættuleg verkefni