Stöð 207:55SöguhúsiðVinir hittast í leynilegu tréhúsi og deila á milli sín uppáhalds bókunum sínum. Í hverjum þætti er tekin fyrir ein saga en allar hafa þær mismunandi grafík.
08:05UngarHefur þú velt því fyrir þér hvernig afkvæmi dýra sofa? Í þessum fallegu þáttum er leyndarmálið afhjúpað.
08:06Sögur af svöngum björnumEins og allir vita eru birnir að mestu einfarar en Nói og Stígur eru bestu vinir og búa saman í skóginum.
08:15Danspartý með Skoppu og SkrítluÍ þessum þætti komast þær vinkonur að því að hægt er bregða sér í hvaða hlutverk sem er bara með því að skipta um búning.
08:30SólarkanínurSkemmtilegir þættir um fimm litríkar kanínur sem eru alltaf til í ævintýri.
08:40Pipp og PósýPipp og Posý eru mús og kanína og frábærir vinir. Líf þeirra snýst um undursamlegan heim gleði og leikja sem er fullur af hlýju og húmor.
08:45SæfararVið fylgjumst með ævintýrum Sæfaranna sem ferðast um undirdjúpin. Í hverjum þætti hitta þau óvenjuleg en alvöru sjávardýr.
08:55StrumparnirGlænýir þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
09:05LatibærSkemmtilegir þættir um Íþróttaálfinn, Sollu stirðu, Nenna níska, Glanna glæp og fleiri skemmtilega vini þeirra í Latabæ.
09:20Taina og verndarar AmazonJákvæð, gleðileg og vinarleg þáttaröð með sterkum skilaboðum til barna um mikilvægi náttúrunnar, umhverfisins, regnskógarins og alls sem þar lifir.
09:30Tappi músÞessar skemmtilegu teiknimyndir eru byggðar á barnabókum eftir ítalska höfundinn Andrea Dami með teikningum eftir Marco Campanella. Hver einasti dagur ber í skauti sér ný tækifæri fyrir Tappa til að kanna veröldina og undrin sem í henni leynast ásamt fjölskyldu sinni og vinahóp þar sem kætin og gleðin ræður ætíð för.
09:35Billi kúrekahamsturAð alast upp í Villta vestrinu og heyra spennandi sögur frá pabba sínum vekur ævintýraþrána hjá hamstrinum Billa. Hann er harðákveðinn í að feta í fótspor kúrekanna sem komu á undan honum og ásamt dyggum vinum sínum heldur hann af stað út í spennandi óvissuna.
09:50Gus, riddarinn pínuponsEinu sinni var strákur sem þráði að verða mesti riddari í öllu Karamelluríki. Eina vandamálið... hann er pínu lítill. Gus mun sanna að hugað hjarta getur sigrast á hverju sem er.
10:00Rikki SúmmLitla, rauða, mótorhjólið Rikki og félagar hans þeysast um brautir og reyna við nýjar þrautir í garðinum ásamt því að stýra í átt nýrra ævintýra.
10:10SmávinirSmávinirnir er glaðlegt gengi sex ólíkra vina. Eins og mörg börn, nota þau teikningar til að finna svör við spurningum um lífið og tilveruna, en þau nota töfrapenna sem vekur teikningarnar þeirra til lífsins. Skemmtilegt og fjörugt ímyndunarafl býr til kostuleg ævintýri, en samvinna og hjálpsemi kemur þeim alltaf út úr óvæntum aðstæðum.
10:20100% ÚlfurFreddi og Ýlfhamragengið þurfa að takast á við myrka galdra gegn um tíma og rúm, til að bjarga heiminum.
10:40Denver síðasta risaeðlanÍ Beinabæ býr Scott fjölskyldan. Þau hafa öðlast frægð út af einum fjölskyldumeðlimi, lítilli risaeðlu sem heitir Denver. Denver hefur alist upp með Hara en þeir fæddust sama daginn. Við fylgjumst með daglegu amstri Denvers og vina hans en daglegt líf með risaeðlu er ekkert venjulegt líf.
10:55Hunter StreetFóstursystkinin fræknu takast á við ný verkefni og leyndardómsfullar ráðgátur í þessum fyndnu og spennandi fjölskylduþáttum.
11:15Hvar er best að búa?Þriðja þáttaröð þessara frábæru þátta með Lóu Pind sem heimsækir Íslendinga sem létu drauminn um að búa í útlöndum rætast. Við fylgjumst nú með stórhuga hjónum sem keyptu húsarústir í Portúgal, súrdeigsbakara í Prag, ævintýralegu lífi Íslendinga í ægifegurð Grænlands, listafjölskyldu sem elskar Ítalíu, landverði sem vinnur í stórbrotinni náttúrufegurð Frakklands og alls konar fólki í fjarvinnu, m.a. hjónum sem reka norðlenska útvarpsstöð frá hellinum sínum á Kanarí.
12:10Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
12:30Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
12:50Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
13:10Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
13:30Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
13:50LXSVið skyggnumst inn í líf stúlknahópsins LXS sem samanstendur af þeim Birgittu Líf, Ástrós, Magneu, Sunnevu Einars og Ínu Maríu og fáum að kynnast þeim í nærmynd. Við fáum að sjá frá þeirra víðfrægu ferðum sem fjölmiðlar hafa ötult fjallað um.
14:10Grey's AnatomyVinsælir dramaþættir um lífið á Grey Sloan Memorial spítalanum í Seattle-borg. Skurðlækninn Meredith Grey og samstarfsfélagar hennar þurfa daglega að taka ákvarðanir uppá líf og dauða. Einkalíf læknanna á það svo til að gera starfið enn flóknara.
14:55Rax AugnablikLjósmyndarinn Ragnar Axelsson segir sögurnar á bak við myndirnar sem hann tók, fólkið sem hann hitti og allar ævintýralegu aðstæðurnar sem hann hefur lent í. Rax Augnablik vann til Edduverðlauna í flokknum Menningarþáttur ársins 2021.
15:00Shark TankSpennandi raunveruleikaþættir þar sem hugmyndaríkir frumkvöðlar keppa um hylli auðjöfra með alls kyns uppfinningum og hugmyndum. Auðjöfrarnir eru vægðarlausir í umsögnum sínum og reka umsækjendur hiklaust á dyr en þyki hugmyndirnar arðvænar og áhugaverðar aðstoða fjárfestarnir frumkvöðlana við að gera hugarfóstur þeirra að veruleika, gegn skilmálum að sjálfsögðu.
15:45The Summit14 ókunnir og ólíkir einstaklingar taka þátt magnaðri áskorun þar sem þau þurfa að vinna saman og geta unnið milljón dali. Þau fá 14 daga til að klífa eitt hæsta fjall Nýja-Sjálands og þurfa að bera alla vinningsupphæðina með sér á tindinn. Hætturnar leynast víða og ýmsar hindranir verða á vegi þeirra, ásamt óstapílli veðráttu.
16:45Impractical JokersHlægilegir bandarískir þættir þar sem æskuvinir skiptast á að vera þátttakendur í hrekk í falinni myndavél.
17:101 stjarnaSteindi Jr og Dóri Dna ferðast um heiminn og kynnast öllu því slappasta, hallærislegasta og skrýtnasta sem hann hefur upp á að bjóða.
17:45Tónlistarmennirnir okkarTónlistarmennirnir okkar er heimildar- og viðtalssþáttaröð þar sem sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal hittir nokkra af ástsælustu skemmtikröftum landsins, fylgir þeim eftir í leik og starfi og rifjar upp feril þeirra.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
19:00KvissÁhrifavaldaparið Gummi Kíró og Lína Birgitta mæta hér leikkonunni Söndru Barilli og Rúnari Frey í skemmtilegri viðureign.
19:50Jurassic World: Fallen KingdomMyndin gerist um fjórum árum eftir atburðina í síðustu mynd en síðan þá hafa risaeðlurnar gengið frjálsar á eyjunni Nublar. Því frelsi er ógnað verulega þegar eldgos hefst skyndilega á eynni og ákveðið er að flytja sem mest af risaeðlunum upp á fastalandið. Það er auðvitað hægara sagt en gert og því er kallað í risaeðlusérfræðingana og fyrrverandi kærustuparið Claire Dearing og Owen Grady sem geta ekki annað en orðið við þeirri beiðni að aðstoða við flutningana. Þau vita að sjálfsögðu ekki að á bak við "björgunina" eru brögð í tafli og með því að aðstoða við að fanga risaeðlurnar hafa þau í raun komið þeim úr öskunni í eldinn. Við það geta þau ekki unað og ákveða að finna saman leið til að snúa vörn í sókn.
21:55Five Nights at Freddy'sMike Schmidt, sem er nýbyrjaður sem næturvörður á matstofu bæjarins, Freddy Fazbar´s Pizza, kemst að því á sinni fyrstu vakt að nóttin á ekki eftir að verða jafn auðveld og hann hélt. Svo virðist sem leikmunirnir á staðnum séu ekki bara vélmenni. Þeir eru lifandi. Mun honum takast að lifa af fyrstu fimm vaktirnar?
23:40The PatriotSpennumynd sem tilnefnd var til þriggja Óskarsverðlauna með Mel Gibson, Heath Ledger og Joely Richardson í aðalhlutverkum. Myndin gerist árið 1776 og stríðshetjan Benjamin Martin hefur fengið nóg af átökum og helgar sig nú plantekru sinni í Suður-Karólínu. Ófriður ríkir í landinu og breskir harðstjórar vilja ná völdum. Átök eru óumflýjanleg og þegar Benjamin verður fyrir missi er ekki aftur snúið. Hann gengur í herinn og fer fljótt að leggja á ráðin um hvernig best sé að sækja fram.
02:20MoonfallDularfullt afl ýtir tunglinu af braut um Jörðu sem skapar stórhættu fyrir alla íbúa hennar. NASA stjórnandinn og fyrrum geimfarinn Jo Fowler er sannfærð um að hún viti hvernig hægt sé að bjarga heiminum, en þeir einu sem trúa henni eru annar geimfari, Brian Harper, og samsæringakenningasmiðurinn K.C. Houseman. Nú þarf þríeykið að fara út í geim, á brott frá ástvinum sínum, einungis til að að komast að því að mögulega voru þau að búa sig undir rangt verkefni.
04:25Olivia Attwood: The Price of PerfectionRaunveruleikastjarnan, kynnirinn og módelið Olivia Attwood kannar hversu langt fólk er tilbúið að ganga fyrir hið fullkomna útlit í þessum áhugaverðu heimildarþáttum.