Stöð 2 08:00HeimsóknSindri Sindrason heimsækir sannkallaða fagurkera sem opna heimili sín fyrir áhorfendum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram það besta í viðmælendum sínum.
08:20Shark TankStórgóðir raunveruleikaþættir þar sem hugmyndaríkir frumkvöðlar keppa um hylli auðjöfra með alls kyns uppfinningum og hugmyndum. Auðjöfrarnir eru vægðarlausir í umsögnum sínum og reka umsækjendur hiklaust á dyr en þyki hugmyndirnar arðvænar og áhugaverðar aðstoða fjárfestarnir frumkvöðlana við að gera hugarfóstur þeirra að veruleika, gegn skilmálum að sjálfsögðu.
09:00Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:25The Good DoctorSjötta þáttaröð þessara vönduðu og dramatísku þátta með Freddie Highmore í aðalhlutverki og fjallar um ungan skurðlækni sem er bæði einhverfur og með Savant heilkenni.
10:05Paul T. GoldmanHeimur Paul T. Goldmans umturnast þegar hann kemst að því að konan hans hefur lifað tvöföldu lífi. Í viðleitni sinni til að komast að sannleikanum opnast lygavefur svika, blekkinga og glæpahneigðar sem umbreyta honum (að eigin sögn) úr veimiltítu í vígamann.
11:05Um land alltKristján Már Unnarsson heimsækir Öræfasveit. Barnafjöldinn í skólanum hefur þrefaldast. Unga fólkið flytur heim, reisir ný íbúðarhús, endurvekur eyðibýli og sveitarfélagið skipuleggur fyrsta þéttbýliskjarnann. Ferðaþjónusta er tekin við af sauðfjárrækt sem aðalstoðin og nýtt glæsihótel er orðið stærsti vinnustaðurinn.
11:40Masterchef USAÍ þessari tólftu þáttaröð eru mættir til leiks vinsælir keppendur úr fyrri þáttaröðum sem þurftu að horfa á eftir bikarnum til andstæðinga sinna en fá nú annað tækifæri til að sanna sig. Það verður því barist til síðasta blóð- (og svita) dropa í hörðustu keppninni hingað til.
12:20NeighboursVið fylgjumst með nágrönnunum í Ramsey-götu takast á við lífið þar sem næsta verkefni er ávallt handan hornsins. Í blíðu og stríðu er gott að eiga góða granna.
12:45Top 20 FunniestSprenghlægilegir þættir fyrir alla fjölskylduna með skrítnustu, fyndustu og neyðarlegustu myndbandsupptökurnar sem gerðar hafa verið.
13:25Suður-ameríski draumurinnFjórði og mest spennandi "Draumurinn" hingað til. Skemmtilegir þættir þar sem tvö lið þeysast um Suður-Ameríku í kapplaupi við tímann og freista þess að safna stigum með því að leysa ævintýralegar og afar fjölbreyttar þrautir. Liðin eru mönnuð snillingunum Audda, Steinda, Sveppa og Pétri Jóhanni.
13:55AðalpersónurLóa fer á TikTok. Spjallar við unglingsstúlkur um tiktok lífið og tilverunai. Hittir TikTok stjörnurnar, Laufeyju Ebbu sem lenti undir haturslestinni en lætur ekkert stoppa sig og Lil Curly sem hyggur á heimsyfirráð.
14:25HindurvitniMagnaðir þættir þar sem við fáum að kynnast þekktum þjóðsögum víðsvegar um landið. Bera saman ólíkar heimildir, skriflegar og munnlegar, og setja þær í leikrænan búning. Þættirnir eru í umsjá Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar.
14:50Dagbók UrriðaÓlafur Tómas Guðbjartsson býður áhorfendum í ferðalag um landið okkar og töfraheim silungsveiði á flugu. Heimsótt eru fjölmörg veiðisvæði og snert á grunnatriðum veiðinnar sem og flóknari pælingum um klak skordýra og fleiri þáttum í veiðinni.
15:15Scared of the DarkDanny Dyer er umsjónarmaður í þessari óvenjulegu keppni, þar sem átta stjörnur þurfa að vera í átta daga í algjöru myrkri. Þau eiga að leysa af hendi hin ýmsu verkefni þar sem þau geta unnið sér inn, eða tapað, hlutum sem aðstoða þau við að komast í gegn um svartnættið.
16:25HeimsóknSindri Sindrason heimsækir sannkallaða fagurkera sem opna heimili sín fyrir áhorfendum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram það besta í viðmælendum sínum.
16:45Rax AugnablikLjósmyndarinn Ragnar Axelsson segir sögurnar á bak við myndirnar sem hann tók, fólkið sem hann hitti og allar ævintýralegu aðstæðurnar sem hann hefur lent í. Rax Augnablik vann til Edduverðlauna í flokknum Menningarþáttur ársins 2021.
16:55FriendsFrábær gamanþáttaröð um vinina Ross, Rachel, Joey, Phoebe, Monicu og Chandler.
17:15FriendsFrábær gamanþáttaröð um vinina Ross, Rachel, Joey, Phoebe, Monicu og Chandler.
17:35Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
18:00NeighboursVið fylgjumst með nágrönnunum í Ramsey-götu takast á við lífið þar sem næsta verkefni er ávallt handan hornsins. Í blíðu og stríðu er gott að eiga góða granna.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
18:55Ísland í dagSkemmtilegur og fjölbreyttur dægurmálaþáttur.
19:10Grand Designs: The StreetFrábærir þættir fyrir alla sem hafa áhuga á endurbótum, arkitektúr og hönnun. Kevin McCloud fylgist hér með húsnæðisverkefnum sem byggð eru frá grunni í nýrri götu. Hér fylgjumst við með fólki byggja draumahúsin sín með það að leiðarljósi að hafa gera það á ýmist á hagkvæman, óvenjulegan eða framsækinn hátt.
20:00Shark TankSpennandi raunveruleikaþættir þar sem hugmyndaríkir frumkvöðlar keppa um hylli auðjöfra með alls kyns uppfinningum og hugmyndum. Auðjöfrarnir eru vægðarlausir í umsögnum sínum og reka umsækjendur hiklaust á dyr en þyki hugmyndirnar arðvænar og áhugaverðar aðstoða fjárfestarnir frumkvöðlana við að gera hugarfóstur þeirra að veruleika, gegn skilmálum að sjálfsögðu.
20:45The Big CGaman- og dramaþættir um móðir í úthverfi Minneapolis sem reynir að finna húmor og hamingju í lífinu á sama tíma og hún berst við krabbamein.
21:15BarryÞriðja þáttröðin um hinn lánlitla launmorðingja Barry sem er á vegferð til betra lífs hjá áhugamannaleikhúsi í Los Angeles. Fortíðin heldur þó áfram að banka á dyrnar og ætlar ekki að sleppa auðveldlega af honum takinu. Handrit þáttaraðarinnar er í höndum Bill Hader og Alec Berg en sá framleiddi einnig þættina Silicon Valley, Curb Your Enthusiasm og Seinfeld.
21:40True DetectiveÖnnur þáttaröðin af þessum spennandi þáttum með Colin Farrell, Vince Vaughn, Rachel McAdams og Taylor Kitsch í aðalhlutverkum. Hópur reyndra lögreglumanna fær á borð til sín erfið og hrottalega mál til rannsóknar og hafa þau oftar en ekki djúpstæð áhrif á lögreglumennina og líf þeirra.
22:40EftirmálFyrrum fréttakonurnar Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorkelsdóttir rifja upp eftirminnileg íslensk fréttamál og fjalla um þau á mannlegum nótum.
23:10Silent WitnessBreskir sakamálaþættir af allra bestu gerð frá BBC sem fjalla um liðsmenn réttarrannsóknardeildar lögreglunnar í London sem kölluð er til þegar morð hafa verið framin. Nikki Alexander og samstarfsfólk hennar eru öll afar fær á sínu sviði og láta sönnunargögnin á líkinu leiða sig að sannleikanum. Hvert mál er sem þau fást við er rakið í tveimur þáttum.
00:05FriendsFrábær gamanþáttaröð um vinina Ross, Rachel, Joey, Phoebe, Monicu og Chandler.
00:30FriendsFrábær gamanþáttaröð um vinina Ross, Rachel, Joey, Phoebe, Monicu og Chandler.
00:50La BreaÞegar risa hyldýpi opnast á dularfullan hátt í Los Angeles gleypir það í sig nokkrar blokkir og allt og alla á því svæði. Fólkið sem hylurinn nær vaknar upp á frumstæðum stað, með ókunnugu fólki, sem þarf að vinna saman til að lifa af og leita svara við því hvar þau eru og hvort það sé einhver leið að komast aftur heim.
01:30La BreaÞegar risa hyldýpi opnast á dularfullan hátt í Los Angeles gleypir það í sig nokkrar blokkir og allt og alla á því svæði. Fólkið sem hylurinn nær vaknar upp á frumstæðum stað, með ókunnugu fólki, sem þarf að vinna saman til að lifa af og leita svara við því hvar þau eru og hvort það sé einhver leið að komast aftur heim.
02:10The Client ListRiley er einstæð móðir sem býr í litlum bæ í Texas og lifir ótrúlegu, tvöföldu, lífi.
02:50The Good DoctorSjötta þáttaröð þessara vönduðu og dramatísku þátta með Freddie Highmore í aðalhlutverki og fjallar um ungan skurðlækni sem er bæði einhverfur og með Savant heilkenni.
03:30Scared of the DarkDanny Dyer er umsjónarmaður í þessari óvenjulegu keppni, þar sem átta stjörnur þurfa að vera í átta daga í algjöru myrkri. Þau eiga að leysa af hendi hin ýmsu verkefni þar sem þau geta unnið sér inn, eða tapað, hlutum sem aðstoða þau við að komast í gegn um svartnættið.