Stöð 2 08:00HeimsóknSindri Sindrason heimsækir sannkallaða fagurkera sem opna heimili sín fyrir áhorfendum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram það besta í viðmælendum sínum.
08:15Shark TankStórgóðir raunveruleikaþættir þar sem hugmyndaríkir frumkvöðlar keppa um hylli auðjöfra með alls kyns uppfinningum og hugmyndum. Auðjöfrarnir eru vægðarlausir í umsögnum sínum og reka umsækjendur hiklaust á dyr en þyki hugmyndirnar arðvænar og áhugaverðar aðstoða fjárfestarnir frumkvöðlana við að gera hugarfóstur þeirra að veruleika, gegn skilmálum að sjálfsögðu.
09:00Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:20BumpGrátbroslegir ástralskir dramaþættir. Líf tveggja fjölskyldna flækist all verulega þegar unglingar eignast óvænt barn saman. Aðal persóna þáttanna er hin ákveðna og duglega Oly, sem er tánings stelpa með háleit markmið. Það setur þó strik í reikninginn þegar hún eignast barn án þess að vita að hún hafi verið ólétt.
09:50The Night ShiftÖnnur þáttaröð þessara spennandi læknaþátta sem gerist á bráðamóttökunni í San Antonio og fjallar um ástir og örlög læknanna.
10:30Um land alltKristján Már Unnarsson fer á Austurland og kynnist bændum í Jökulsárhlíð, norðan Egilsstaða. Þar hefur ungt fólk nýlega tekið við búskap á tveimur jörðum. Heimamenn eru stoltir af Brúarásskóla, lítið sveitahótel er orðið stærsta atvinnufyrirtækið og sveitin geymir perlur eins og Þerribjörg, Sleðbrjótskirkju og Drykkjarstein.
11:05The Great British Bake OffStórskemmtilegir matreiðsluþættir og einir vinsælustu þættir Bretlands. Áhugabakarar keppast með færni sinni og útsjónarsemi um að heilla ofur smámunasama dómara. Að lokum stendur einn uppi sem sigurvegari og titilinn áhugabakari ársins.
12:15NeighboursVið fylgjumst með nágrönnunum í Ramsey-götu takast á við lífið þar sem næsta verkefni er ávallt handan hornsins. Í blíðu og stríðu er gott að eiga góða granna.
12:35Top 20 FunniestSprenghlægilegir þættir fyrir alla fjölskylduna með skrítnustu, fyndustu og neyðarlegustu myndbandsupptökurnar sem gerðar hafa verið.
13:20Home EconomicsGamanþættir um hjartfólgið, mjög óþægilegt og stundum þreytandi samband þriggja fullorðinna systkina. Þótt þau séu náin þá getur það valdið togstreitu að systkinin eru alveg á sitthvorum staðnum fjárhagslega. Systirin hefur ekki mikið á milli handanna og býr í lítilli íbúð; yngri bróðirinn veit ekki aura sinna tal og keypti húsið sitt af Matt Damon; svo er það elsti bróðir sem er þarna einhvers staðar á milli.
13:40The Love TriangleRaunveruleikaþættir þar sem reynt er á grunnhyggju einhleypra einstaklinga með því para þá saman byggt á dýpri tengingu. Óvæntur viðsnúningur hrærir svo hressilega upp í stefnumótunum.
14:40DraumaheimiliðGuðjón Pétur og Kristín Ösp eru mjög framkvæmdaglöð hjón. Þau, ásamt strákunum þeirra þremur eru í leit að framtíðarheimili og fengu Þórunni hjá Miklaborg til að aðstoða sig við kaupin. Þórunn sýnir þeim þrjár glæsilegar eignir og vonast til að ein þeirra henti þessari fimm manna fjölskyldunni. Hjónin setja staðsetninguna ekki fyrir sér bara svo lengi sem það er stutt þjónustu, skóla og íþróttasvæði. Við fáum einnig góð húsnæðisráð frá Íslandsbanka.
15:20Race Across the WorldÆsispennandi raunveruleikaþættir þar sem 5 pör keppast um að ferðast um heiminn. Reglur leiksins setja þó strik í reikninginn fyrir keppendur því það er bannað að fljúga á milli staða, þau ferðast án farsíma og er skaffað fjármagn sem þarf að endast þeim allan tímann.
16:15Í eldhúsinu hennar EvuGlæsilegir matreiðsluþættir þar sem matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir deilir með áhorfendum uppskriftum og aðferðum við að galdra fram dýrindis mat í eldhúsinu.
16:30HeimsóknSindri Sindrason heimsækir sannkallaða fagurkera sem opna heimili sín fyrir áhorfendum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram það besta í viðmælendum sínum.
16:55FriendsRoss er ekki ennþá búinn að ógilda giftinguna en Rachel heldur að það sé frágengið. Ross virðist einfaldlega ekki geta horfst í augu við þriðja skilnaðinn. En hann ákveður loks að taka af skarið og fara til lögfræðings. Málin reynast þó flóknari en hann bjóst við og til þess að skilnaðurinn gangi í gegn þarf fyrst að upplýsa Rachel um sannleikann.
17:15FriendsFrábær gamanþáttaröð um vinina Ross, Rachel, Joey, Phoebe, Monicu og Chandler.
17:35Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
18:00NeighboursVið fylgjumst með nágrönnunum í Ramsey-götu takast á við lífið þar sem næsta verkefni er ávallt handan hornsins. Í blíðu og stríðu er gott að eiga góða granna.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
18:55Ísland í dagSkemmtilegur og fjölbreyttur dægurmálaþáttur.
19:10Af vængjum framViðtalsþættir þar sem Oddur Ævar Gunnarsson fréttamaður spyr leiðtoga stjórnmálaflokkanna spjörum úr á meðan þeir borða sterka kjúklingavængi. Skemmtilegir, ferskir og öðruvísi þættir í aðdraganda kosninganna.
19:30Masterchef USAÞað að er komið að þáttaröð 14 og hún ber heitið Kynslóðir. Nú munu fjórar kynslóðir mætast til að sanna að aldur skiptir ekki máli í eldhúsinu.
20:15Shark TankSpennandi raunveruleikaþættir þar sem hugmyndaríkir frumkvöðlar keppa um hylli auðjöfra með alls kyns uppfinningum og hugmyndum. Auðjöfrarnir eru vægðarlausir í umsögnum sínum og reka umsækjendur hiklaust á dyr en þyki hugmyndirnar arðvænar og áhugaverðar aðstoða fjárfestarnir frumkvöðlana við að gera hugarfóstur þeirra að veruleika, gegn skilmálum að sjálfsögðu.
21:00The Big CGaman- og dramaþættir um móðir í úthverfi Minneapolis sem reynir að finna húmor og hamingju í lífinu á sama tíma og hún berst við krabbamein.
21:25BarryÞriðja þáttröðin um hinn lánlitla launmorðingja Barry sem er á vegferð til betra lífs hjá áhugamannaleikhúsi í Los Angeles. Fortíðin heldur þó áfram að banka á dyrnar og ætlar ekki að sleppa auðveldlega af honum takinu. Handrit þáttaraðarinnar er í höndum Bill Hader og Alec Berg en sá framleiddi einnig þættina Silicon Valley, Curb Your Enthusiasm og Seinfeld.
21:55True DetectiveÖnnur þáttaröðin af þessum spennandi þáttum með Colin Farrell, Vince Vaughn, Rachel McAdams og Taylor Kitsch í aðalhlutverkum. Hópur reyndra lögreglumanna fær á borð til sín erfið og hrottalega mál til rannsóknar og hafa þau oftar en ekki djúpstæð áhrif á lögreglumennina og líf þeirra.
22:55EftirmálFyrrum fréttakonurnar Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorkelsdóttir rifja upp eftirminnileg íslensk fréttamál og fjalla um þau á mannlegum nótum.
23:25Silent WitnessBreskir sakamálaþættir af allra bestu gerð frá BBC sem fjalla um liðsmenn réttarrannsóknardeildar lögreglunnar í London sem kölluð er til þegar morð hafa verið framin. Nikki Alexander og samstarfsfólk hennar eru öll afar fær á sínu sviði og láta sönnunargögnin á líkinu leiða sig að sannleikanum. Hvert mál er sem þau fást við er rakið í tveimur þáttum.
00:25JagarnaErik snýr aftur til norðurhluta Svíþjóðar eftir að hafa starfað lengi í lögreglunni í Stokkhólmi. Að fara á eftirlaun á ekki við hann og þess í stað aðstoðar hann frænda sinn, Peter, sem er nýliði hjá lögreglu staðarins.
01:10FriendsRoss er ekki ennþá búinn að ógilda giftinguna en Rachel heldur að það sé frágengið. Ross virðist einfaldlega ekki geta horfst í augu við þriðja skilnaðinn. En hann ákveður loks að taka af skarið og fara til lögfræðings. Málin reynast þó flóknari en hann bjóst við og til þess að skilnaðurinn gangi í gegn þarf fyrst að upplýsa Rachel um sannleikann.
01:30FriendsFrábær gamanþáttaröð um vinina Ross, Rachel, Joey, Phoebe, Monicu og Chandler.
01:50The Client ListRiley er einstæð móðir sem býr í litlum bæ í Texas og lifir ótrúlegu, tvöföldu, lífi.
02:35Race Across the WorldÆsispennandi raunveruleikaþættir þar sem 5 pör keppast um að ferðast um heiminn. Reglur leiksins setja þó strik í reikninginn fyrir keppendur því það er bannað að fljúga á milli staða, þau ferðast án farsíma og er skaffað fjármagn sem þarf að endast þeim allan tímann.