Stöð 2 08:00HeimsóknFrábærir þættir með Sindra Sindrasyni sem lítur inn hjá íslenskum fagurkerum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram það besta í viðmælendum sínum.
08:20Shark TankStórgóðir raunveruleikaþættir þar sem hugmyndaríkir frumkvöðlar keppa um hylli auðjöfra með alls kyns uppfinningum og hugmyndum. Auðjöfrarnir eru vægðarlausir í umsögnum sínum og reka umsækjendur hiklaust á dyr en þyki hugmyndirnar arðvænar og áhugaverðar aðstoða fjárfestarnir frumkvöðlana við að gera hugarfóstur þeirra að veruleika, gegn skilmálum að sjálfsögðu.
09:05Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:25BumpGrátbroslegir ástralskir dramaþættir. Líf tveggja fjölskyldna flækist all verulega þegar unglingar eignast óvænt barn saman. Aðal persóna þáttanna er hin ákveðna og duglega Oly, sem er tánings stelpa með háleit markmið. Það setur þó strik í reikninginn þegar hún eignast barn án þess að vita að hún hafi verið ólétt.
10:00The Night ShiftÖnnur þáttaröð þessara spennandi læknaþátta sem gerist á bráðamóttökunni í San Antonio og fjallar um ástir og örlög læknanna.
10:40Um land alltKristján Már Unnarsson fer um Hróarstungu, sveitina milli Lagarfljóts og Jökulsár á Dal. Í Kirkjubæ er sögð ein fegursta kirkja landsins og Tungumenn eiga líka fornkirkju, Geirsstaðakirkju. Á Hallfreðarstöðum bjó hið ástsæla skáld, Páll Ólafsson, sem vegna kvennamála varð einn umdeildasti maður landsins á 19. öld. Byggðin á nú undir högg að sækja en bændur sækja fram í skógrækt og ferðaþjónustu og í Húsey býðst selaskoðun á hestbaki.
11:15The Great British Bake OffStórskemmtilegir matreiðsluþættir og einir vinsælustu þættir Bretlands. Áhugabakarar keppast með færni sinni og útsjónarsemi um að heilla ofur smámunasama dómara. Að lokum stendur einn uppi sem sigurvegari og titilinn áhugabakari ársins.
12:25NeighboursVið fylgjumst með nágrönnunum í Ramsey-götu takast á við lífið þar sem næsta verkefni er ávallt handan hornsins. Í blíðu og stríðu er gott að eiga góða granna.
12:45Top 20 FunniestSprenghlægilegir þættir fyrir alla fjölskylduna með skrítnustu, fyndustu og neyðarlegustu myndbandsupptökurnar sem gerðar hafa verið.
13:30Home EconomicsGamanþættir um hjartfólgið, mjög óþægilegt og stundum þreytandi samband þriggja fullorðinna systkina. Þótt þau séu náin þá getur það valdið togstreitu að systkinin eru alveg á sitthvorum staðnum fjárhagslega. Systirin hefur ekki mikið á milli handanna og býr í lítilli íbúð; yngri bróðirinn veit ekki aura sinna tal og keypti húsið sitt af Matt Damon; svo er það elsti bróðir sem er þarna einhvers staðar á milli.
13:50The Love TriangleRaunveruleikaþættir þar sem reynt er á grunnhyggju einhleypra einstaklinga með því para þá saman byggt á dýpri tengingu. Óvæntur viðsnúningur hrærir svo hressilega upp í stefnumótunum.
14:55DraumaheimiliðÍ þessum þætti kynnumst við þeim Lóu og Pétri sem búið hafa í Árbænum til margra ára. Nú þegar börnin þeirra eru farin að heiman finnst þeim vera kominn tími á breytingar. Þau vilja halda sig við Höfuðborgarsvæðið en aðal markmiðið er að minnka við sig. Það voru hæg heimatökin þar sem fasteignadrottningin Hera Björk á RE/MAX er systir Lóu, svo hún var þeirra hægri hönd við fasteignaleitina. Einnig fáum við góð ráð frá stelpunum í Íslandsbanka.
15:30Race Across the WorldÆsispennandi raunveruleikaþættir þar sem 5 pör keppast um að ferðast um heiminn. Reglur leiksins setja þó strik í reikninginn fyrir keppendur því það er bannað að fljúga á milli staða, þau ferðast án farsíma og er skaffað fjármagn sem þarf að endast þeim allan tímann.
16:30HeimsóknFrábærir þættir með Sindra Sindrasyni sem lítur inn hjá íslenskum fagurkerum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram það besta í viðmælendum sínum.
16:45Lífið er ljúffengt - um jólinNokkrir af helstu ástríðukokkum landsins deila litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin, allt frá klassískum uppstúf, sykurbrúnuðum kartöflum og gljáa á hrygginn yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, Ketó jól, 12 tíma graflax o.fl. Áherslan er sett á stóru smáatriðin sem fullkomna matinn um hátíðarnar.
16:55FriendsChandler reynir að hjálpa Joey svo að hann komist af í nokkra mánuði án þess að hafa meðleigjanda. Joey þiggur ekki peningana en Chandler býr til leik þar sem Joey vinnur mikla peninga og allir eru sáttir. Joey heldur að þetta sé alvöruleikur og kennir Ross hann en tapar öllum peningunum í hendur honum. Rachel pakkar niður og ætlar að flytja endanlega út úr íbúðinni hennar Monicu en Phoebe kemur af stað hörkurifrildi milli Monicu og Rachel.
17:15FriendsRachel er flutt inn til Phoebe. Þær ákveða að skokka saman í almenningsgarðinum hvern einasta dag. Rachel skammast sín fyrir Phoebe þegar hún uppgötvar að hún hleypur eins og lítill krakki. Joey fær sér bráðhuggulegan meðleigjanda og á erfitt með að daðra ekki við hann. Súperfyrirsætan Elle MacPherson er hlutverki Janine, meðleigjanda Joeys.
17:35Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
18:00NeighboursVið fylgjumst með nágrönnunum í Ramsey-götu takast á við lífið þar sem næsta verkefni er ávallt handan hornsins. Í blíðu og stríðu er gott að eiga góða granna.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
18:55Ísland í dagSkemmtilegur og fjölbreyttur dægurmálaþáttur.
19:10SamtaliðHeimir Már tekur samtalið við forystufólk á öllum sviðum samfélagsins. Snarpur þáttur þar sem málin verða rædd í þaula, og ekkert múður!
19:40Af vængjum framViðtalsþættir þar sem Oddur Ævar Gunnarsson fréttamaður spyr leiðtoga stjórnmálaflokkanna spjörum úr á meðan þeir borða sterka kjúklingavængi. Skemmtilegir, ferskir og öðruvísi þættir í aðdraganda kosninganna.
20:00St Denis MedicalGamanþættir sem gerast á fjársveltum og undirmönnuðum spítala, þar sem starfsfólkið reynir sitt besta við að sinna sjúklingum og halda sönsum.
20:25Impractical JokersHlægilegir bandarískir þættir þar sem æskuvinir skiptast á að vera þátttakendur í hrekk í falinni myndavél.
20:45Svo lengi sem við lifumBeta, eitt sinn efnileg to?nlistarkona, finnur sig i? o?ny?tu hjo?nabandi, ekki verandi su? mo?ðir sem hu?n vill vera. Þegar ungur maður flytur inn a? heimilið til að hja?lpa með barnið og fer að leggja til "daður-verkefni" fyrir hjónin, er Beta þvinguð til að taka a?hættur og sti?ga aftur inn i? li?fið.
21:25KvissFimmta þáttaröð spurningaþáttanna Kviss í umsjón Björns Braga Arnarssonar þar sem þekktir Íslendingar mætast fyrir hönd íþróttaliðanna sem þeir styðja.
22:15The BlacklistÞað er komið að lokaþáttaröðinni með James Spader í hlutverki hins magnaða Raymond Reddington eða Red. Red er á leiðinni í stríð, við alla og það kemur ekkert annað til greina en að vinna það stríð.
22:55FriendsChandler reynir að hjálpa Joey svo að hann komist af í nokkra mánuði án þess að hafa meðleigjanda. Joey þiggur ekki peningana en Chandler býr til leik þar sem Joey vinnur mikla peninga og allir eru sáttir. Joey heldur að þetta sé alvöruleikur og kennir Ross hann en tapar öllum peningunum í hendur honum. Rachel pakkar niður og ætlar að flytja endanlega út úr íbúðinni hennar Monicu en Phoebe kemur af stað hörkurifrildi milli Monicu og Rachel.
23:15FriendsRachel er flutt inn til Phoebe. Þær ákveða að skokka saman í almenningsgarðinum hvern einasta dag. Rachel skammast sín fyrir Phoebe þegar hún uppgötvar að hún hleypur eins og lítill krakki. Joey fær sér bráðhuggulegan meðleigjanda og á erfitt með að daðra ekki við hann. Súperfyrirsætan Elle MacPherson er hlutverki Janine, meðleigjanda Joeys.
23:40SuccessionLokaþáttaröð þessa stórgóðu þátta úr smiðju HBO um fjölmiðlamógúlinn Logan Roy og fjölskyldu hans en þegar Logan sýnir merki um að minnka við sig fer að hrikta í stoðum fjölskyldufyrirtækisins þegar fleiri en einn vilja ná völdum og stýra ættarveldinu.
00:35Home EconomicsGamanþættir um hjartfólgið, mjög óþægilegt og stundum þreytandi samband þriggja fullorðinna systkina. Þótt þau séu náin þá getur það valdið togstreitu að systkinin eru alveg á sitthvorum staðnum fjárhagslega. Systirin hefur ekki mikið á milli handanna og býr í lítilli íbúð; yngri bróðirinn veit ekki aura sinna tal og keypti húsið sitt af Matt Damon; svo er það elsti bróðir sem er þarna einhvers staðar á milli.
00:55BumpGrátbroslegir ástralskir dramaþættir. Líf tveggja fjölskyldna flækist all verulega þegar unglingar eignast óvænt barn saman. Aðal persóna þáttanna er hin ákveðna og duglega Oly, sem er tánings stelpa með háleit markmið. Það setur þó strik í reikninginn þegar hún eignast barn án þess að vita að hún hafi verið ólétt.
01:30The Love TriangleRaunveruleikaþættir þar sem reynt er á grunnhyggju einhleypra einstaklinga með því para þá saman byggt á dýpri tengingu. Óvæntur viðsnúningur hrærir svo hressilega upp í stefnumótunum.
02:30The Night ShiftÖnnur þáttaröð þessara spennandi læknaþátta sem gerist á bráðamóttökunni í San Antonio og fjallar um ástir og örlög læknanna.