Stöð 2 07:50Rita og krókódíllRita á mjög fyndinn vin, krókódíl, sem býr í baðkari. Saman geta þau ferðast út um allt og upplifað fyndin og krúttleg ævintýri.
07:54HvítatáHvítatá fer með mömmu og pabba á bókasafn.
07:57Lilli tígurLilli tígur siglir til Tene og lendir í ævintýralegum uppákomum, hann sér fullt af sjávardýrum og tekur eftir því að einhver hefur hent rusli í
sjóinn sem er alls ekki gott mál. Lilli tígur kynnist svörtum hlébarða sem býður honum í afmælið sitt og enda þeir á að kúra saman á ströndinni á Tenerife.
08:00PínkuponsurnarBleikur, Blár, Appelsínugulur, Gulur og Grænn eru skemmtilegar leirfígúrur sem, í gegn um leik, læra um heiminn í kring um sig. Hver þáttur snýst um fræðandi efni sem tengjast þroskaferli barna eins og samskipti, samvinna, samkennd og fjölbreytileika lífsins.
08:01Halló heimur - hér kem ég!Skoppa og Skrítla kíkja í myndabók sína og fylgjast með allra yngstu vinunum taka lítil skref í átt til framfara og þroska. Lítil skref í átt að stórum heimi. Upplifanir finnast á hverju strái og í hverjum króki og kima. Við sjáum litlar hendur og litlar fætur takast á við stóra heiminn í allri sinni dýrð.
08:10SæfararVið fylgjumst með ævintýrum Sæfaranna sem ferðast um undirdjúpin. Í hverjum þætti hitta þau óvenjuleg en alvöru sjávardýr.
08:20MomonstersSmáskrímslin vilja vera bestu vinir barnanna, en hvar lærir maður að verða það? Í Smáskrímslaakademíunni, þar sem nýtt barn sýnir þeim á hverjum degi hvað því finnst skemmtilegast í heiminum.
08:25SólarkanínurSkemmtilegir þættir um fimm litríkar kanínur sem eru alltaf til í ævintýri.
08:35Pipp og PósýPipp og Posý eru mús og kanína og frábærir vinir. Líf þeirra snýst um undursamlegan heim gleði og leikja sem er fullur af hlýju og húmor.
08:40Rikki SúmmLitla, rauða, mótorhjólið Rikki og félagar hans þeysast um brautir og reyna við nýjar þrautir í garðinum ásamt því að stýra í átt nýrra ævintýra.
08:55GeimvinirÞrír bestu vinir ferðast um heima og geima í þessum ævintýralega skemmtilegu þáttum, með það markmið að eignast nýja vini frá öðrum plánetum.
09:05100% ÚlfurÞað getur verið að Freddi sé púðluhundur en innra með honum býr úlfur og það ætlar hann að sanna með því að útskrifast úr úlfaskóla.
09:25Mia og égÞættirnir fjalla um hina tólf ára gömlu Míu sem í gegnum gjöf frá föður sínum, sem var uppfinningamaður, getur ferðast inn í álfa- og ævintýralandið Sentópíu þar sem hún breytist sjálf í álfastelpu.
09:50NáttúruöflBad Nature svarar öllum þeim frábærlega furðulegu spurningum sem þú vissir ekki að væru til, eins og t.d. kúk hvaða dýrs er hægt að sjá frá geimnum? Og hvaða dýr breytir sér í ísklump til að þola kulda? Spenntu beltin því þú ert á leiðinni í undravert ferðalag.
09:55VegarottanGráðug rotta ferðast um í leit að mat sem önnur dýr eiga.
10:20MasterChef Junior XmasSkemmtileg matreiðslukeppni með jólaþema, þar sem krakkar á aldrinum 8 til 13 ára fá tækifæri til að heilla Masterchef dómarana með gómsætum réttum.
11:05Nei hættu nú alvegStórskemmtilegur spurningaþáttur í umsjá Vilhelms Antons Jónssonar sem fer allt annað en troðnar slóðir sem spurningahöfundur. Þátturinn hefur notið vinsælda í útvarpi og sem hlaðvarp um árabil en mætir nú loks í allri sinni dýrð á sjónvarpsskjái áskrifenda. Í hverjum þætti mæta góðir gestir í keppnisskapi í sjónvarpssalinn, fyrirliðar eru Anna Svava Knútsdóttir og Vignir Rafn Valþórsson og því óhætt að lofa fjöri, stemmingu og almennum skemmtilegheitum.
11:45NeighboursVið fylgjumst með nágrönnunum í Ramsey-götu takast á við lífið þar sem næsta verkefni er ávallt handan hornsins. Í blíðu og stríðu er gott að eiga góða granna.
12:10NeighboursVið fylgjumst með nágrönnunum í Ramsey-götu takast á við lífið þar sem næsta verkefni er ávallt handan hornsins. Í blíðu og stríðu er gott að eiga góða granna.
12:30NeighboursVið fylgjumst með nágrönnunum í Ramsey-götu takast á við lífið þar sem næsta verkefni er ávallt handan hornsins. Í blíðu og stríðu er gott að eiga góða granna.
12:50NeighboursVið fylgjumst með nágrönnunum í Ramsey-götu takast á við lífið þar sem næsta verkefni er ávallt handan hornsins. Í blíðu og stríðu er gott að eiga góða granna.
13:15Masterchef USAÞað að er komið að þáttaröð 14 og hún ber heitið Kynslóðir. Nú munu fjórar kynslóðir mætast til að sanna að aldur skiptir ekki máli í eldhúsinu.
13:55Shark TankSpennandi raunveruleikaþættir þar sem hugmyndaríkir frumkvöðlar keppa um hylli auðjöfra með alls kyns uppfinningum og hugmyndum. Auðjöfrarnir eru vægðarlausir í umsögnum sínum og reka umsækjendur hiklaust á dyr en þyki hugmyndirnar arðvænar og áhugaverðar aðstoða fjárfestarnir frumkvöðlana við að gera hugarfóstur þeirra að veruleika, gegn skilmálum að sjálfsögðu.
14:40My Southern Family ChristmasBlaðakonan Campbell fær tækifæri til að hitta blóðföður sinn í fyrsta skipti án hans vitundar. Eftir að hafa eytt tíma með honum og fjölskyldu hans þarf hún að taka ákvörðun um það hvort hún segi þeim sannleikann eða ekki, sem kemur til með að breyta jólunum til frambúðar.
16:00Jóladagatal Árna í ÁrdalÓmissandi aðventuþættir með Árna Ólafi úr Hinu blómlega búi. Hér mun hann koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna.
16:10KvissFimmta þáttaröð spurningaþáttanna Kviss í umsjón Björns Braga Arnarssonar þar sem þekktir Íslendingar mætast fyrir hönd íþróttaliðanna sem þeir styðja.
17:00DýraspítalinnVið kynnumst lífinu á dýraspítölunum og þeim áskorunum sem dýrin og eigendur þeirra sem þangað leita þurfa að mæta. Hittum fólkið sem vinnur við að bjarga dýrunum okkar og fræðumst um dýrin sem gefa okkur svo mikið.
17:45SamtaliðHeimir Már tekur samtalið við forystufólk á öllum sviðum samfélagsins. Snarpur þáttur þar sem málin verða rædd í þaula, og ekkert múður!
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
19:00KaninnFátt ef nokkuð hefur haft viðlíka áhrif á íslenskan körfubolta og Kaninn. Heimildarþáttaröð í fjórum hlutum um áhrif Kananna á íþróttina, samfélagið og tíðarandann.
19:35A Very Royal ScandalStórbrotin dramatísk endursögn á lífi og starfi blaðakonunnar Emily Maitlis í kringum hið örlagaríka viðtal sem hún tók árið 2019 við Andrew Bretaprins um samband hans og Jeffrey Epstein.
20:40Book Club: The Next ChapterVið fylgjumst með fjórum vinkonum fara með bókaklúbbinn sinn til Ítalíu og skemmta sér betur en nokkru sinni fyrr. Þegar hlutir fara úr skorðum og leyndarmál koma í ljós breytist áhyggjulausa fríið í ógleymanlegt ferðalag þvert yfir landið.
22:25SuccessionLokaþáttaröð þessa stórgóðu þátta úr smiðju HBO um fjölmiðlamógúlinn Logan Roy og fjölskyldu hans en þegar Logan sýnir merki um að minnka við sig fer að hrikta í stoðum fjölskyldufyrirtækisins þegar fleiri en einn vilja ná völdum og stýra ættarveldinu.
23:30DominaSögulegir dramaþættir um merkilega sögu Liviu Drusillu sem náði, þrátt fyrir mótlæti og verða voldugasta kona heims, keisaradrottning Rómar.
00:20The Ex-WifeDularfullir spennuþættir frá 2022. Tasha á fullkomið hús, ástríkan eiginmann og fallega, litla dóttur. Lífið hennar væri algjör draumur ef ekki væri fyrir eina manneskju, Jen, fyrrverandi konu mannsins hennar sem virðist ætla sér að vera áfram inni í myndinni.
01:10KrampusGrínhrollvekjan Krampus er heldur betur óvenjuleg jólamynd, en í henni kynnumst við hinum unga Max og fjölskyldu hans sem safnast hefur að venju saman í tilefni hátíðarinnar til að halda hefðbundin jól. Vandamálið er að sumum fjölskyldumeðlimunum kemur ekkert allt of vel saman sem fer óskaplega í taugarnar á Max með þeim afleiðingum að hann afneitar jólunum og um leið jólasveininum. Hann veit auðvitað ekki að þar með er hann kominn á heimsóknarlista jólapúkans Krampusar sem veit fátt skemmtilegra en að líta við hjá fólki og hræða það upp úr skónum.
02:40The Big CGaman- og dramaþættir um móðir í úthverfi Minneapolis sem reynir að finna húmor og hamingju í lífinu á sama tíma og hún berst við krabbamein.