Stöð 2 08:00HeimsóknFrábærir þættir með Sindra Sindrasyni sem lítur inn hjá íslenskum fagurkerum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram því besta í viðmælendum sínum.
08:20Grand Designs: AustraliaAthyglisverðir þættir þar sem fylgst er með dirfskufullum einstaklingum er þeir hanna og byggja draumaheimilið sitt.
09:10Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:30The Night ShiftLæknadrama sem gerist á bráðamóttökunni í San Antonio og fjallar um ástir og örlög læknanna.
10:10Leitin að upprunanumVandaðir þættir þar sem sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hjálpar þremur íslenskum stúlkum að leita að líffræðilegum foreldrum sínum víða um heim. Vísbendingarnar sem þær hafa til að leita eftir eru yfir þriggja áratuga gamlar, en leitin ber þær meðal annars í afskekkt fjallaþorp í Tyrklandi og fátækrahverfi í Sri Lanka.
10:40Um land alltKristján Már Unnarsson fer um Þistilfjörð með Steingrími J. Sigfússyni. Púlsinn er tekinn á sauðfjárbúskapnum og jarðakaupum útlendings og heilsað upp á íbúa í ferðaþjónustu og sápugerð. Höfuðbólið Svalbarð er heimsótt, forystufjársetrið og náttúruperlan Rauðanes skoðuð..
11:15Blindur baksturBolla, bolla, bolla, bolla... til hvers að gera venjulegar bollur þegar þú getur gert bolluturn? Bylgjulestin Gulli Helga og Sigga Lund sýna okkur listir sínar í bakstri í þessum lokaþætti. Öll þáttaröðin er aðgengileg inni á Stöð 2+
12:00Hvar er best að búa?Fimmta þáttaröð þessara frábæru þátta með Lóu Pind sem heimsækir Íslendinga sem létu drauminn um að búa í útlöndum rætast. Við fylgjumst með ævintýrafólki sem flutti í arabískt furstadæmi, fjölskyldu sem hraktist af leigumarkaði á Íslandi en býr nú í finnskum skógi, Eurovision sérfræðingi sem kennir við Háskólann í Helsinki, unga konu sem var heilluð af Frakklandi og lét drauminn rætast að flytja til Suður-Frakklands, jafnöldru hennar sem var dáleidd af Japan og freistar nú gæfunnar í milljónaborginni Tókýó, fjölskyldu sem flutti til eins fátækasta ríkis veraldar ? Síerra Leóne, fjölskyldu sem ætlaði að setjast að á Spáni en endaði á að flytja í húsbíl og loks heimshornaflakkara sem valdi að byggja sér draumahús á hitabeltiseyjunni Srí Lanka.
12:55Britain's Got TalentStærsta hæfileikakeppni heims og skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna. Dómarar eru sem fyrr, þau Simon Cowell, grínsnillingurinn David Walliams, leikkonan Amanda Holden og söngkonan Alesha Dixon. Kynnar eru skemmtikraftarnir Ant og Dec og fara á kostum eins og þeim einum er lagið.
14:25Family LawLögfræðidrama um hóp breyskra systkina sem starfa saman í semingi við lögfræðifyrirtæki föður síns í miðborg Vancouver.
15:10GYMGym eru frábærir þættir í umsjón Birnu Maríu Másdóttur sem ræðir við íþróttafólk og áhugafólk um heilbrigðan lífstíl á léttu nótunum. Birna æfir með þeim, kíkir heim til viðmælenda, ræðir næringu, fer í kalda pottinn og skyggnist í þeirra daglega líf. Meðal viðmælanda í þáttaröðinni eru kraftlyftingakonan Arnhildur Anna, körfuboltamaðurinn Kristófer Acox, handboltakonan Lovísa Thompson, hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir og ljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Snorri Björnsson svo einhverjir séu nefndir.
15:30Okkar eigið ÍslandÖnnur þáttaröð af Okkar eigið Ísland, þar sem Garpur fer á allskonar flakk um landið.
15:40ÍsskápastríðÞriðja þáttaröðin af Ísskápastríði en í þáttunum fá Eva Laufey og Gummi Ben til sín þjóðþekkta einstaklinga sem keppa í matargerð. Um er að ræða létta og skemmtilega þætti, sem snúast ekki bara um eldamennsku heldur einnig skemmtilegar umræður, grín og glens. Keppendur velja sér ísskáp sem ýmist innihalda hráefni fyrir forrétt, aðalrétt og eftirrétt sem þau eiga matreiða á fyrirfram ákveðnum tíma. Dómarar þáttanna eru Siggi Hall og Hrefna Sætran.
16:15The TraitorsAlan Cumming er þáttastjórnandi þessarar óvenjulegu keppni sem fær fólk til að naga neglur og færa sig á sætisbrúnina. Svik og prettir eru þema leiksins þar sem 20 keppendur koma saman til að leysa ýmsar þrautir og vinna inn pening. Það er þó hængur á þar sem innan hópsins leynast svikarar sem gera hvað þeir geta til að ræna hina.
17:15Kvöldstund með Eyþóri IngaEyþór Ingi fær Lay Low í þáttinn og tekur með henni nokkra ljúfa tóna.
18:05Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
18:55DraumahöllinDraumahöllin er sketsaþáttur þar sem Saga Garðarsdóttir og Steindi Jr. leika öll aðalhlutverk. Leikstjóri er Magnús Leifsson.
19:25America's Got TalentAmeríkanar sýna hvað þeir geta hér í stærstu hæfileikakeppni heims. Keppendur eru af öllum stærðum og gerðum og hæfileikarnir jafn misjafnir og keppendur eru margir. Dómararnir eru þau Simon Cowell, Sofía Vergara, Heidi Clum og Howie Mandel. Kynnir þáttanna er Terry Crews.
20:50Big George Foreman: The Miraculous Story of the Once and Future Heavyweight Champion of the WorldMynd um líf og hnefaleikaferil George Foreman. Boxarinn ólst upp í fátækt en endaði á að vinna gullverðlaun á ólympíuleikum og verða heimsmeistari í þungavigt. Þegar fjölskylda hans og kirkja lenda í fjárhagskröggum snýr hann aftur í hringinn og verður heimsmeistari í þungavigt á ný, sá elsti og ólíklegasti í sögunni, 45 ára gamall.
22:55Ali & AvaTvær einmana sálir ná djúpri tengingu og þurfa í kjölfarið að gera upp fyrri sambönd sem hanga enn yfir þeim. Einnig þurfa þau að koma hreint fram við fjölskyldur sínar þar sem margt er enn ósagt.
00:25PaintCarl Nargle, aðal sjónvarpslistmálarinn í Vermont í Bandaríkjunum, er sannfærður um að hann sé með allt á hreinu: frábærar krullur, sérútbúinn sendibíl og aðdáendur sem fylgjast af aðdáun með hverri pensilstroku. Það er þar til yngri og betri listarmaður kemur og stelur öllu sem Carl elskar.