Stöð 208:00HeimsóknFrábærir þættir með Sindra Sindrasyni sem lítur inn hjá íslenskum fagurkerum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram því besta í viðmælendum sínum.
08:30Grand Designs: AustraliaAthyglisverðir þættir þar sem fylgst er með dirfskufullum einstaklingum er þeir hanna og byggja draumaheimilið sitt.
09:20Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:40The Night ShiftÖnnur þáttaröð þessara spennandi læknaþátta sem gerist á bráðamóttökunni í San Antonio og fjallar um ástir og örlög læknanna.
10:20Leitin að upprunanumSjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir aðstoðar viðmælendur sína við að leita uppruna síns víða um heim. Þrír þeirra voru ættleiddir til Íslands barnungir en sá fjórði hefur í yfir áratug leitað að breskum föður sem hvarf sporlaust frá Íslandi fyrir tæpum þremur áratugum. Leitin er ekki einföld og berst meðal annars til sveita Rúmeníu, hafnarborgar í Bretlandi og strandbæja í Sri Lanka. Myndataka er í höndum Egils Aðalsteinssonar og um klippingu sér Jón Grétar Gissurarson.
11:05Um land alltKristján Már Unnarsson heimsækir Eskifjörð, sem nú er hluti Fjarðabyggðar. Veiðar og vinnsla Eskju á sjávarafla eru helsta stoð byggðarinnar ásamt álveri Alcoa. Ferðaþjónusta hefur treyst sig í sessi og nýjasta viðbótin, fiskeldi, breikkar atvinnutækifæri íbúanna.
11:40Blindur baksturEva Laufey fær til sín góða gesti sem ætla að keppa í kökubakstri. Eva er með ákveðna uppskrift sem keppendur þurfa að fylgja frá upphafi til enda í blindni. Eldhús keppendanna eru stúkuð af og sjá þeir ekkert nema sína vinnustöð. Með aðeins hráefnin fyrir framan sig og rödd Evu þurfa þeir að fylgja henni í einu og öllu á meðan hún bakar í sínu horni, þá reynir á að þekkja hráefnin og nýta tímann sem best. Sigurvegarinn er sá sem á afraksturinn sem er hvað líkastur því sem Eva Laufey lagði upp með.
12:10NeighboursVið fylgjumst með nágrönnunum í Ramsey-götu takast á við lífið þar sem næsta verkefni er ávallt handan hornsins. Í blíðu og stríðu er gott að eiga góða granna.
12:35The Masked SingerÖðruvísi söngvakeppni þar sem grímuklæddir, frægir einstaklingar keppa sín á milli. Tólf keppendur klæða sig upp í kostulega búninga til að fela hverjir þeir eru. Einn dettur út í viku hverri og þarf þá að lyfta hulunni af því hver hann er. Joel Dommett er kynnir þáttanna og sér um að skemmta áhorfendum ásamt frábærum dómurum.
13:40Family LawLögfræðidrama um hóp breyskra systkina sem starfa saman í semingi við lögfræðifyrirtæki föður síns í miðborg Vancouver.
14:20GYMGym eru þættir í umsjón Birnu Maríu Másdóttur sem ræðir við íþróttafólk og áhugafólk um heilbrigðan lífstíl á léttu nótunum. Birna æfir með þeim, kíkir heim til viðmælenda, ræðir næringu, fer í kalda pottinn og skyggnist í þeirra daglega líf. Meðal viðmælanda í þáttaröðinni eru kraftlyftingakonan Arnhildur Anna, körfuboltamaðurinn Kristófer Acox, handboltakonan Lovísa Thompson, hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir og ljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Snorri Björnsson svo einhverjir séu nefndir.
14:45Mig langar að vitaSkemmtilegir þættir með Magnúsi Hlyn þar sem hann ferðast um landið í leit að svörum um hin ýmsu málefni og spurningum sem brenna á honum sjálfum og við fáum að fljóta með. Hann hittir hresst og áhugavert fólk og fer með okkur á merkilega staði.
15:00Okkar eigið ÍslandÞriðja þáttaröð af Okkar eigið Ísland, þar sem Garpur fer á allskonar flakk um landið.
15:15ÍsskápastríðÖnnur þáttaröð þessara skemmtilegu matreiðsluþátta í umsjón Evu Laufeyjar og Gumma Ben. Í hverjum þætti fá þáttastjórnendur til sín keppendur sem þeir skipta með sér í lið. Keppnin gengur svo út á það að í byrjun fá þeir að velja einn ísskáp af nokkrum mögulegum og í hverjum ísskáp er hráefni sem þeir þurfa að vinna úr innan ákveðins tímaramma til að töfra fram girnilega rétti. Að lokum fellur það í hlut dómaranna Sigga Hall og Hrefnu Sætran að velja sigurvegara kvöldsins.
15:45The TraitorsAlan Cumming er þáttastjórnandi þessarar óvenjulegu keppni sem fær fólk til að naga neglur og færa sig á sætisbrúnina. Svik og prettir eru þema leiksins þar sem 20 keppendur koma saman til að leysa ýmsar þrautir og vinna inn pening. Það er þó hængur á þar sem innan hópsins leynast svikarar sem gera hvað þeir geta til að ræna hina.
17:00FriendsMonica skipuleggur sérstakan Valentínusardag fyrir Chandler en hann er sleginn út af laginu þegar hann horfir á vitlaust myndband, fæðingarmyndband ætlað Rachel. Ross á erfitt með að segja kærustunni sinni frá því að Rachel sé flutt inn til hans og Phoebe reynir að hressa Joey við með heimsins kátasta hundi.
17:20FriendsJoey ræður ekki við sig lengur og játar tilfinningar sínar í garð Rachel fyrir Ross. Þeir félagar verða sammála um það að hann verði að segja Rachel frá þessu hverjar sem afleiðingarnar kunna að verða.
17:40Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
18:05NeighboursVið fylgjumst með nágrönnunum í Ramsey-götu takast á við lífið þar sem næsta verkefni er ávallt handan hornsins. Í blíðu og stríðu er gott að eiga góða granna.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
18:55Ísland í dagSkemmtilegur og fjölbreyttur dægurmálaþáttur.
19:10HeimsóknSindri Sindrason heimsækir sannkallaða fagurkera sem opna heimili sín fyrir áhorfendum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram því besta í viðmælendum sínum.
19:35Olivia Attwood's Bad BoyfriendsÁtta grunlausum, slæmum, kærustum er komið á gríska eyju undir þeim formerkjum að þeir séu á leið í tökur á þáttum um brómans í nautnaparadís. Fljótlega komast þeir hins vegar að svo er ekki.
20:25LaidÞegar menn sem Ruby hefur sofið hjá byrja að deyja einn af öðrum neyðist hún til þess að skoða fortíð sína í leit að svörum.
20:55OutlanderMagnaðir og sjóðheitir þættir sem fjalla um hjúkrunarkonuna Claire Randall sem ferðaðist aftur í tímann og fann þar ástina með hinum ástríðufullu Jamie Fraser.
21:55VargasommarLögreglukonan Hannah Wester þarf að takast á við röð hrottalegra atburða í landamærabænum Haparanda þegar líkamsleifar tengdar finnsku eiturlyfjamáli finnast í maga úlfs í bænum.
22:35FriendsMonica skipuleggur sérstakan Valentínusardag fyrir Chandler en hann er sleginn út af laginu þegar hann horfir á vitlaust myndband, fæðingarmyndband ætlað Rachel. Ross á erfitt með að segja kærustunni sinni frá því að Rachel sé flutt inn til hans og Phoebe reynir að hressa Joey við með heimsins kátasta hundi.
23:00FriendsJoey ræður ekki við sig lengur og játar tilfinningar sínar í garð Rachel fyrir Ross. Þeir félagar verða sammála um það að hann verði að segja Rachel frá þessu hverjar sem afleiðingarnar kunna að verða.
23:20The Client ListRiley er einstæð móðir sem býr í litlum bæ í Texas og lifir ótrúlegu, tvöföldu, lífi.
00:00The Client ListRiley er einstæð móðir sem býr í litlum bæ í Texas og lifir ótrúlegu, tvöföldu, lífi.
00:40BarryFjórða þáttröðin um hinn lánlitla launmorðingja Barry sem er á vegferð til betra lífs hjá áhugamannaleikhúsi í Los Angeles. Fortíðin heldur þó áfram að banka á dyrnar og ætlar ekki að sleppa auðveldlega af honum takinu. Handrit þáttaraðarinnar er í höndum Bill Hader og Alec Berg en sá framleiddi einnig þættina Silicon Valley, Curb Your Enthusiasm og Seinfeld.
01:15The Night ShiftÖnnur þáttaröð þessara spennandi læknaþátta sem gerist á bráðamóttökunni í San Antonio og fjallar um ástir og örlög læknanna.
01:55Family LawLögfræðidrama um hóp breyskra systkina sem starfa saman í semingi við lögfræðifyrirtæki föður síns í miðborg Vancouver.