Stöð 208:00HeimsóknFrábærir þættir með Sindra Sindrasyni sem lítur inn hjá íslenskum fagurkerum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram því besta í viðmælendum sínum.
08:20The TraitorsAlan Cumming er þáttastjórnandi þessarar óvenjulegu keppni sem fær fólk til að naga neglur og færa sig á sætisbrúnina. Svik og prettir eru þema leiksins þar sem 20 keppendur koma saman til að leysa ýmsar þrautir og vinna inn pening. Það er þó hængur á þar sem innan hópsins leynast svikarar sem gera hvað þeir geta til að ræna hina.
09:05Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:30ÍsskápastríðÞriðja þáttaröðin af Ísskápastríði en í þáttunum fá Eva Laufey og Gummi Ben til sín þjóðþekkta einstaklinga sem keppa í matargerð. Um er að ræða létta og skemmtilega þætti, sem snúast ekki bara um eldamennsku heldur einnig skemmtilegar umræður, grín og glens. Keppendur velja sér ísskáp sem ýmist innihalda hráefni fyrir forrétt, aðalrétt og eftirrétt sem þau eiga matreiða á fyrirfram ákveðnum tíma. Dómarar þáttanna eru Siggi Hall og Hrefna Sætran.
10:00The Night ShiftÖnnur þáttaröð þessara spennandi læknaþátta sem gerist á bráðamóttökunni í San Antonio og fjallar um ástir og örlög læknanna.
10:40Um land alltKristján Már Unnarsson kynnist lífi Mjófirðinga að vetrarlagi. Mjóifjörður hefur þá sérstöðu austfirskra byggða að þangað er ófært landleiðina yfir vetrarmánuði. Skólahald hefur lagst af og ellefu íbúar treysta á ferjusiglingar tvisvar í viku til Neskaupstaðar.
11:20Leitin að upprunanumSjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir aðstoðar viðmælendur sína við að leita uppruna síns víða um heim. Þrír þeirra voru ættleiddir til Íslands barnungir en sá fjórði hefur í yfir áratug leitað að breskum föður sem hvarf sporlaust frá Íslandi fyrir tæpum þremur áratugum. Leitin er ekki einföld og berst meðal annars til sveita Rúmeníu, hafnarborgar í Bretlandi og strandbæja í Sri Lanka. Myndataka er í höndum Egils Aðalsteinssonar og um klippingu sér Jón Grétar Gissurarson.
12:05Blindur baksturEva Laufey fær til sín góða gesti sem ætla að keppa í kökubakstri. Eva er með ákveðna uppskrift sem keppendur þurfa að fylgja frá upphafi til enda í blindni. Eldhús keppendanna eru stúkuð af og sjá þeir ekkert nema sína vinnustöð. Með aðeins hráefnin fyrir framan sig og rödd Evu þurfa þeir að fylgja henni í einu og öllu á meðan hún bakar í sínu horni, þá reynir á að þekkja hráefnin og nýta tímann sem best. Sigurvegarinn er sá sem á afraksturinn sem er hvað líkastur því sem Eva Laufey lagði upp með.
12:35The Masked SingerÖðruvísi söngvakeppni þar sem grímuklæddir, frægir einstaklingar keppa sín á milli. Tólf keppendur klæða sig upp í kostulega búninga til að fela hverjir þeir eru. Einn dettur út í viku hverri og þarf þá að lyfta hulunni af því hver hann er. Joel Dommett er kynnir þáttanna og sér um að skemmta áhorfendum ásamt frábærum dómurum.
13:40Family LawLögfræðidrama um hóp breyskra systkina sem starfa saman í semingi við lögfræðifyrirtæki föður síns í miðborg Vancouver.
14:20Helvítis kokkurinnÍvar Örn Hansen er kallaður helvítis kokkurinn og hann gerir fyrst og fremst svakalega bragðgóðan mat. Ein uppskrift tekin fyrir í hverjum þætti. Myndataka, klipping og útlit er frekar hrátt og það er ekkert verið að velta sér mikið upp úr smáatriðum eins og málfari eða tilfinningum annarra.
14:35GYMGym eru þættir í umsjón Birnu Maríu Másdóttur sem ræðir við íþróttafólk og áhugafólk um heilbrigðan lífstíl á léttu nótunum. Birna æfir með þeim, kíkir heim til viðmælenda, ræðir næringu, fer í kalda pottinn og skyggnist í þeirra daglega líf. Meðal viðmælanda í þáttaröðinni eru kraftlyftingakonan Arnhildur Anna, körfuboltamaðurinn Kristófer Acox, handboltakonan Lovísa Thompson, hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir og ljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Snorri Björnsson svo einhverjir séu nefndir.
14:55Stóra sviðiðFrábær fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir. Í hverjum þætti fá þeir til sín þjóðþekkta einstaklinga sem aðstoða þá við að leysa þessar þrautir eftir sinni bestu getu. Áskoranirnar eru allt frá kvikmyndagerð yfir í rómantík og þurfa þeir að leggja allt sitt í sölurnar til að vinna hylli áhorfenda sem síðan kjósa sigurvegara hvers þáttar fyrir sig. Hér er á ferðinni óborganlegur þáttur sem enginn má láta framhjá sér fara.
15:55ÍsskápastríðÞriðja þáttaröðin af Ísskápastríði en í þáttunum fá Eva Laufey og Gummi Ben til sín þjóðþekkta einstaklinga sem keppa í matargerð. Um er að ræða létta og skemmtilega þætti, sem snúast ekki bara um eldamennsku heldur einnig skemmtilegar umræður, grín og glens. Keppendur velja sér ísskáp sem ýmist innihalda hráefni fyrir forrétt, aðalrétt og eftirrétt sem þau eiga matreiða á fyrirfram ákveðnum tíma. Dómarar þáttanna eru Siggi Hall og Hrefna Sætran.
16:25The Good DoctorVandaðir og dramatískir þættir með Freddie Highmore í aðalhlutverki og fjalla um ungan skurðlækni sem er bæði einhverfur og með Savant heilkenni.
17:10Kvöldstund með Eyþóri IngaÞað er alltaf fjör í kring um söngdívuna Sigga Beinteins sem er gestur Eyþórs Inga í þættinum.
18:05Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
18:55DraumahöllinDraumahöllin er sketsaþáttur þar sem Saga Garðarsdóttir og Steindi Jr. leika öll aðalhlutverk. Leikstjóri er Magnús Leifsson.
19:25America's Got TalentAmeríkanar sýna hvað þeir geta hér í stærstu hæfileikakeppni heims. Keppendur eru af öllum stærðum og gerðum og hæfileikarnir jafn misjafnir og keppendur eru margir. Dómararnir eru þau Simon Cowell, Sofía Vergara, Heidi Clum og Howie Mandel. Kynnir þáttanna er Terry Crews.
20:50BridesmaidsAnnie fær það hlutverk frá vinkonu sinni, Lillian, að skipuleggja brúðkaupið hennar og alla þá viðburði sem því fylgir. Hana óraði ekki fyrir því hversu flókin útfærsla það verður og ekki hjálpa hinar vinkonurnar til því hluti af vinnunni er að hafa hemil á þeim og halda friðinn.
22:50Silent WitnessBreskir sakamálaþættir af allra bestu gerð frá BBC sem fjalla um liðsmenn réttarrannsóknardeildar lögreglunnar í London sem kölluð er til þegar morð hafa verið framin. Nikki Alexander og samstarfsfólk hennar eru öll afar fær á sínu sviði og láta sönnunargögnin á líkinu leiða sig að sannleikanum. Hvert mál er sem þau fást við er rakið í tveimur þáttum.
23:40Silent WitnessBreskir sakamálaþættir af allra bestu gerð frá BBC sem fjalla um liðsmenn réttarrannsóknardeildar lögreglunnar í London sem kölluð er til þegar morð hafa verið framin. Nikki Alexander og samstarfsfólk hennar eru öll afar fær á sínu sviði og láta sönnunargögnin á líkinu leiða sig að sannleikanum. Hvert mál er sem þau fást við er rakið í tveimur þáttum.
00:30PearlÁrið er 1918 og ung kona, Pearl, er við það missa vitið. Hún þráir glæsilíf eins og hún upplifir í gegnum kvikmyndir en er föst á bóndabæ foreldra sinna sem einkennist af þrældómi, einangrun og ástlausu lífi.
02:10Family LawLögfræðidrama um hóp breyskra systkina sem starfa saman í semingi við lögfræðifyrirtæki föður síns í miðborg Vancouver.