Stöð 207:55HeimsóknÞáttaröð með Sindra Sindrasyni. Eins og áður sjáum við hús tekin í gegn, förum til útlanda og hittum skemmtilegt fólk sem segir frá fallegum heimilum sínum bæði stórum og smáum.
08:20Sullivan's CrossingHneykslismál veldur því að heilaskurðlæknirinn Maggie Sullivan snýr aftur til heimahaganna úr borginni. Nú þarf hún ekki einungis að takast á við núverandi aðstæður heldur líka erfiða fortíð sem hún hefur leitt hjá sér lengi.
09:05Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:25The Night ShiftÞriðja þáttaröð þessara spennandi læknaþátta sem gerist á bráðamóttökunni í San Antonio og fjallar um ástir og örlög læknanna.
10:10ÍsskápastríðFjórða þáttaröðin af Ísskápastríði en í þáttunum fá Eva Laufey og Gummi Ben til sín þjóðþekkta einstaklinga sem keppa í matargerð. Um er að ræða létta og skemmtilega þætti, sem snúast ekki bara um eldamennsku heldur einnig skemmtilegar umræður, grín og glens. Keppendur velja sér ísskáp sem ýmist innihalda hráefni fyrir forrétt, aðalrétt og eftirrétt sem þau eiga matreiða á fyrirfram ákveðnum tíma. Dómarar þáttanna eru Siggi Hall og Hrefna Sætran.
10:40Um land alltKristján Már Unnarsson heimsækir Þorlákshöfn, einn yngsta bæ landsins. Þetta er eitt mesta uppgangspláss landsins, atvinnulífið stækkar ört og íbúum fjölgar hratt. Byggðin státar um leið af fjölbreyttu félagslífi og lumar á fögrum náttúruperlum.
11:25Leitin að upprunanumFjórða þáttaröð af þessum geysivinsælu og margverðlaunuðu þáttum. Í þetta sinn heimsækir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir nokkra af þeim viðmælendum sem leyfðu sjónvarpsáhorfendum að fylgjast með leit sinni að upprunanum og forvitnast um hvað hefur á daga þeirra drifið frá því tökum lauk. Auk þess heyrum við sögur fólks sem tók þá ákvörðun að hefja sjálft upprunaleit eftir að hafa fylgst með öðrum gera slíkt hið sama á sjónvarpsskjánum.
12:10NeighboursVið fylgjumst með nágrönnunum í Ramsey-götu takast á við lífið þar sem næsta verkefni er ávallt handan hornsins. Í blíðu og stríðu er gott að eiga góða granna.
12:35ÚtlitÍ förðunarþættinum Útlit keppa átta hæfileikaríkir förðunarfræðingar og spreyta sig á krefjandi og skapandi áskorunum sem fara hverju sinni eftir þema þa?ttarins. Verkefnin eru heldur betur fjölbreytt sem reynir á listræna hæfileika keppenda.
Mari?n Manda er þa?ttastjo?rnandi en dómarar þáttanna eru Harpa Káradóttir og Ísak Freyr Helgason. Þau gefa leiðsögn og leiða keppendur í gegnum ýmis masterclass verkefni í gegnum alla þættina.
13:10Atvinnumennirnir okkarEitt best geymda leyndarmál íslenskrar íþróttasögu sýnir allar sínar bestu hliðar en þessi ástsælasti íþróttamaður Íslands fyrr og síðar leiðir Auðunn Blöndal í gegnum allan sannleikann um hæfileika sína á hinum ýmsu sviðum.
13:40Lego Masters USALego áhugafólk keppir sín á milli í tveggja manna liðum með ótakmarkað magn af Lego-kubbum og endalausum möguleikum. Það reynir á útsjónarsemi, sköpunargleði og samvinnu liðanna til að útbúa sannkölluð listaverk og hreppa titilinn bestu áhugamanna Lego-smiðirnir.
14:20DýraspítalinnFrábær íslensk þáttaröð í umsjón Heimis Karlssonar. Við fylgjumst með eldklárum dýralæknum leysa hin ýmsu vandamál sem upp koma hjá fjölskylduvinum okkar þar sem baráttan er stundum upp á líf og dauða.
14:50Suður-ameríski draumurinnFjórði og mest spennandi "Draumurinn" hingað til. Skemmtilegir þættir þar sem tvö lið þeysast um Suður-Ameríku í kapplaupi við tímann og freista þess að safna stigum með því að leysa ævintýralegar og afar fjölbreyttar þrautir. Liðin eru mönnuð snillingunum Audda, Steinda, Sveppa og Pétri Jóhanni.
15:25ÍsskápastríðFjórða þáttaröðin af Ísskápastríði en í þáttunum fá Eva Laufey og Gummi Ben til sín þjóðþekkta einstaklinga sem keppa í matargerð. Um er að ræða létta og skemmtilega þætti, sem snúast ekki bara um eldamennsku heldur einnig skemmtilegar umræður, grín og glens. Keppendur velja sér ísskáp sem ýmist innihalda hráefni fyrir forrétt, aðalrétt og eftirrétt sem þau eiga matreiða á fyrirfram ákveðnum tíma. Dómarar þáttanna eru Siggi Hall og Hrefna Sætran.
16:00Sullivan's CrossingHneykslismál veldur því að heilaskurðlæknirinn Maggie Sullivan snýr aftur til heimahaganna úr borginni. Nú þarf hún ekki einungis að takast á við núverandi aðstæður heldur líka erfiða fortíð sem hún hefur leitt hjá sér lengi.
16:45FriendsRachel heimsækir vinnustaðinn sinn til að sýna Emmu litlu og það kemur henni á óvart að þar er myndarlegur maður sem hefur verið að leysa hana af. Joey reddar Phoebe aukahlutverki í þættinum sínum, en hún er bara til vandræða á tökustað og Chandler þarf að gjöra svo vel að finna sér nýja vinnu hið snarasta þar sem Monica þráir fjölskyldu sem fyrst.
17:05FriendsRachel er frekar pirruð yfir því að myndarlegi keppinautur hennar í vinnunni hefur verið boðið í afmælið hennar, Ross á fullt í fangi með að halda Joey frá nýju barnfóstrunni hennar Emmu sem er gullfalleg og Mike aðstoðar hana Phoebe sína við að hugsa um rottuunga sem fæddust í skápnum hjá henni.
17:30Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
17:55NeighboursVið fylgjumst með nágrönnunum í Ramsey-götu takast á við lífið þar sem næsta verkefni er ávallt handan hornsins. Í blíðu og stríðu er gott að eiga góða granna.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
18:55Ísland í dagSkemmtilegur og fjölbreyttur dægurmálaþáttur.
19:10Sjálfstætt fólkJón Ársæll heldur áfram mannlífsrannsóknum sínum, tekur hús á áhugaverðu fólki og kynnist því eins og honum einum er lagið. Þátturinn er mest verðlaunaðasti sjónvarpsþátturinn í sögu Edduverðlaunanna en hann var valinn sjónvarpsþáttur ársins fjögur ár í röð.
20:00Grand Designs: AustraliaÁströlsk útgáfa þessara athyglisverðu þátta, þar sem fylgst er með dirfskufullum einstaklingum er þeir hanna og byggja draumaheimilið sitt.
21:05VargasommarLögreglukonan Hannah Wester þarf að takast á við röð hrottalegra atburða í landamærabænum Haparanda þegar líkamsleifar tengdar finnsku eiturlyfjamáli finnast í maga úlfs í bænum.
21:50Séð og heyrtHeimildarþættir í umsjón Þorsteins J. um íslenskt slúður í tuttugu ár, frá 1996 til 2016. Saga slúðurtímaritsins er sögð með viðtölum við blaðamenn og viðmælendur blaðsins. Myndskreyting er ríkuleg, æsilegar forsíður og krassandi fyrirsagnir.
22:15HeimsóknSindri Sindrason heimsækir sannkallaða fagurkera sem opna heimili sín fyrir áhorfendum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram því besta í viðmælendum sínum.
22:50OutlanderMagnaðir og sjóðheitir þættir sem fjalla um hjúkrunarkonuna Claire Randall sem ferðaðist aftur í tímann og fann þar ástina með hinum ástríðufullu Jamie Fraser.
23:50FriendsRachel heimsækir vinnustaðinn sinn til að sýna Emmu litlu og það kemur henni á óvart að þar er myndarlegur maður sem hefur verið að leysa hana af. Joey reddar Phoebe aukahlutverki í þættinum sínum, en hún er bara til vandræða á tökustað og Chandler þarf að gjöra svo vel að finna sér nýja vinnu hið snarasta þar sem Monica þráir fjölskyldu sem fyrst.
00:10FriendsRachel er frekar pirruð yfir því að myndarlegi keppinautur hennar í vinnunni hefur verið boðið í afmælið hennar, Ross á fullt í fangi með að halda Joey frá nýju barnfóstrunni hennar Emmu sem er gullfalleg og Mike aðstoðar hana Phoebe sína við að hugsa um rottuunga sem fæddust í skápnum hjá henni.
00:35The SopranosMögnuð þáttaröð um mafíósa í sálarkreppu. Tony Soprano er mafíuforingi í New Jersey sem á erfitt með að sameina krefjandi fjölskyldulífið og skipulagða glæpastarfsemi.
01:25The SopranosMögnuð þáttaröð um mafíósa í sálarkreppu. Tony Soprano er mafíuforingi í New Jersey sem á erfitt með að sameina krefjandi fjölskyldulífið og skipulagða glæpastarfsemi.
02:15True DetectiveÞriðja þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta frá HBO með Óskarsverðlaunahafanum Mahershala Ali í aðalhlutverki. Sögusviðið er Ozark-fjöllin í Bandaríkjunum og hér segir frá lögreglumanninum Wayne Hays sem rannsakar sérlega flókið sakamál. Ráðgátan vindur sífellt upp á sig en þættirnir spanna þrjú æviskeið lögreglumannsins.
03:30The Night ShiftÞriðja þáttaröð þessara spennandi læknaþátta sem gerist á bráðamóttökunni í San Antonio og fjallar um ástir og örlög læknanna.