Stöð 208:00HeimsóknSindri Sindrason heimsækir sannkallaða fagurkera sem opna heimili sín fyrir áhorfendum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram því besta í viðmælendum sínum.
08:25Sullivan's CrossingHneykslismál veldur því að heilaskurðlæknirinn Maggie Sullivan snýr aftur til heimahaganna úr borginni. Nú þarf hún ekki einungis að takast á við núverandi aðstæður heldur líka erfiða fortíð sem hún hefur leitt hjá sér lengi.
09:10Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:30The Night ShiftÞriðja þáttaröð þessara spennandi læknaþátta sem gerist á bráðamóttökunni í San Antonio og fjallar um ástir og örlög læknanna.
10:15ÍsskápastríðSkagahjónin takast á í eldhúsinu.
10:55LandnemarnirIngólfur Arnarson: Kristján Már Unnarsson heimsækir heimaslóðir fóstbræðranna Ingólfs og Hjörleifs í Noregi og grefst fyrir um ástæður þess að þeir ákveða að flytja til Íslands. Leiðangrar þeirra eru raktir, drápið á Hjörleifi og spurt hversvegna fyrsti landnámsmaðurinn Ingólfur velur að setjast að í Reykjavík eftir könnunarferð um sunnanvert landið. Er sagan um öndvegissúlurnar uppspuni og voru þeir Ingólfur og Hjörleifur kannski aldrei til?
11:30Leitin að upprunanumFjórða þáttaröð af þessum geysivinsælu og margverðlaunuðu þáttum. Í þetta sinn heimsækir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir nokkra af þeim viðmælendum sem leyfðu sjónvarpsáhorfendum að fylgjast með leit sinni að upprunanum og forvitnast um hvað hefur á daga þeirra drifið frá því tökum lauk. Auk þess heyrum við sögur fólks sem tók þá ákvörðun að hefja sjálft upprunaleit eftir að hafa fylgst með öðrum gera slíkt hið sama á sjónvarpsskjánum.
12:05ÚtlitÍ förðunarþættinum Útlit keppa átta hæfileikaríkir förðunarfræðingar og spreyta sig á krefjandi og skapandi áskorunum sem fara hverju sinni eftir þema þa?ttarins. Verkefnin eru heldur betur fjölbreytt sem reynir á listræna hæfileika keppenda.
Mari?n Manda er þa?ttastjo?rnandi en dómarar þáttanna eru Harpa Káradóttir og Ísak Freyr Helgason. Þau gefa leiðsögn og leiða keppendur í gegnum ýmis masterclass verkefni í gegnum alla þættina.
12:35Lego Masters USALego áhugafólk keppir sín á milli í tveggja manna liðum með ótakmarkað magn af Lego-kubbum og endalausum möguleikum. Það reynir á útsjónarsemi, sköpunargleði og samvinnu liðanna til að útbúa sannkölluð listaverk og hreppa titilinn bestu áhugamanna Lego-smiðirnir.
13:20DýraspítalinnÖnnur þáttaröð þessara vinsælu þátta í umsjón Heimis Karlssonar. Dýraspítalinn er áhugaverður þáttur þar sem fylgst er með dýralæknum leysa hin ýmsu vandamál sem upp koma hjá fjölskylduvinum okkar þar sem baráttan er stundum upp á líf og dauða. Fylgst er með meðhöndlun, aðgerðum og ferli eftir aðgerðir á gæludýrunum.
13:50Fólk eins og viðFjögurra þátta heimildarþáttaröð um heimilisleysi á Íslandi og nýja nálgun stjórnvalda í vímuefnamálum.
Á Íslandi eru nokkur hundruð manns heimilislausir. En hvers konar fólk er þetta? Í þáttunum fá áhorfendur að kynnast einni heimilislausri manneskju í hverjum þætti. Magneu, Ingu, Davíð og Ragnari. Hver af þeim á sína eigin sérstæða sögu, vonir, drauma og þrár. Í þáttunum fylgjumst við með daglegu lífi þeirra og heyrum á ýmsar skoðanir þeirra. Hvað drífur hvern og einn áfram, í ómanneskjulegri lífsbaráttu götunnar?
14:25EinkalífiðEinkalífið eru þættir þar sem rætt er við Íslendinga sem eru að skara fram úr á sínu sviði. Hvort sem um er að ræða leikara, tónlistarfólk, afreksfólk í íþróttum, samfélagsmiðlastjörnur eða stjórnmálamenn, þá eru allir velkomnir.
15:15ÍsskápastríðLeikarar leika sér í eldhúsinu.
15:55Suður-ameríski draumurinnFjórði og mest spennandi "Draumurinn" hingað til. Skemmtilegir þættir þar sem tvö lið þeysast um Suður-Ameríku í kapplaupi við tímann og freista þess að safna stigum með því að leysa ævintýralegar og afar fjölbreyttar þrautir. Liðin eru mönnuð snillingunum Audda, Steinda, Sveppa og Pétri Jóhanni.
16:25Rax AugnablikLjósmyndarinn Ragnar Axelsson segir sögurnar á bak við myndirnar sem hann tók, fólkið sem hann hitti og allar ævintýralegu aðstæðurnar sem hann hefur lent í. Rax Augnablik vann til Edduverðlauna í flokknum Menningarþáttur ársins 2021.
16:35Sullivan's CrossingHneykslismál veldur því að heilaskurðlæknirinn Maggie Sullivan snýr aftur til heimahaganna úr borginni. Nú þarf hún ekki einungis að takast á við núverandi aðstæður heldur líka erfiða fortíð sem hún hefur leitt hjá sér lengi.
17:15Kvöldstund með Eyþóri IngaEyþór Ingi er hér í banastuði ásamt einvalaliði tónlistarfólks. Það er alltaf stutt í grínið hjá okkar manni og fyrir vikið eru þessi þættir ekki aðeins stútfullir af frábærri tónlist heldur líka skemmtun sem svíkur hvorki áhorfendur í sal né þá sem heima sitja.
18:05Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
18:55America's Got TalentAmeríkanar sýna hvað þeir geta hér í stærstu hæfileikakeppni heims. Keppendur eru af öllum stærðum og gerðum og hæfileikarnir jafn misjafnir og keppendur eru margir. Dómararnir eru þau Simon Cowell, Sofía Vergara, Heidi Clum og Howie Mandel. Kynnir þáttanna er Terry Crews.
20:2013 MinutesHamfaramynd frá 2021. Dagurinn byrjar ósköp rólega í litlum bæ í miðríkjum Bandaríkjanna þar til móðir náttúra ákveður að láta til sín taka. Íbúar hafa aðeins þrettán mínútur til að koma sér í skjól áður en stærsti hvirfilbylur í sögunni fer yfir bæinn, og fólk þarf að vernda ástvini og berjast fyrir lífi sínu.
22:05Silent WitnessBreskir sakamálaþættir af allra bestu gerð frá BBC sem fjalla um liðsmenn réttarrannsóknardeildar lögreglunnar í London sem kölluð er til þegar morð hafa verið framin. Nikki Alexander og samstarfsfólk hennar eru öll afar fær á sínu sviði og láta sönnunargögnin á líkinu leiða sig að sannleikanum. Hvert mál er sem þau fást við er rakið í tveimur þáttum.
23:00Silent WitnessBreskir sakamálaþættir af allra bestu gerð frá BBC sem fjalla um liðsmenn réttarrannsóknardeildar lögreglunnar í London sem kölluð er til þegar morð hafa verið framin. Nikki Alexander og samstarfsfólk hennar eru öll afar fær á sínu sviði og láta sönnunargögnin á líkinu leiða sig að sannleikanum. Hvert mál er sem þau fást við er rakið í tveimur þáttum.
23:55CopshopHasarmynd frá 2021 með Gerard Butler og Frank Grillo í aðalhlutverkum. Svikahrappur á flótta undan leigumorðingja nær að fela sig í klefa á lögreglustöð í smábæ. Þegar leigumorðinginn mætir á stöðina er fjandinn laus og óharnaður nýliði í lögreglunni lendir mitt á milli í átökum glæpamannanna.
01:35Infinity PoolJames og Em njóta lífsins á lúxushóteli á eyju langt úti á hafi. Þá kemur til sögunnar hin lokkandi og dularfulla Gabi sem opnar augu þeirra fyrir hinu rétta andliti eyjarinnar sem einkennist af ofbeldi, nautnalífi og allskonar hryllingi.