Stöð 208:00Viltu finna milljón?Í þáttunum fylgjumst við með þremur pörum taka fjármálin sín í gegn. Í fimm mánuði munu þau fá ýmis verkefni og áskoranir með það að markmiði að bæta fjárhaginn sinn og búa til góðar venjur til framtíðar þegar kemur að fjármálum. Það par sem nær að spara mest á tímabilinu stendur uppi sem sigurvegari og fær eina milljón að launum.
08:45DraumaheimiliðDraumaheimilið er sjónvarpsþáttur þar sem fylgst er með Íslendingum í fasteignahugleiðingum taka eina af stærstu ákvörðunum lífsins, hvaða eign skal kaupa. Það eru margar ákvarðanir sem fylgja fasteignakaupum auk verðs og staðsetningar; skólahverfi, íþróttafélag nánd við miðbæ auk ástands eignarinnar svo eitthvað sé nefnt. Auk þess að fylgjast með þessum stóra áfanga í lífi fólks munu áhorfendur fá góð ráð frá iðnaðarmönnum og öðrum fagaðilum.
09:15Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:40Grand DesignsGlæsilegir þættir þar sem fylgst er með stórkostlegum endurbótum á heimilum. Oftar en ekki er einblýnt á nútímahönnun, orkunýtni, hvernig á að hámarka nýtingu á plássi og útsýni.
10:25KvissAron Can og Júlíana Sara mæta Aroni Má og Önnu Svövu.
11:15Mig langar að vitaSkemmtilegir þættir með Magnúsi Hlyn þar sem hann ferðast um landið í leit að svörum um hin ýmsu málefni og spurningum sem brenna á honum sjálfum og við fáum að fljóta með. Hann hittir hresst og áhugavert fólk og fer með okkur á merkilega staði.
11:30Um land alltFlatey á Skjálfanda: Kristján Már Unnarsson heimsækir Flatey á Skjálfanda, sem er náttúruparadís með gróskumiklu fuglalífi. Þar bjuggu mest um 120 manns en svo lagðist eyjan í eyði árið 1967 þegar íbúarnir fluttu nánast allir á brott á einu bretti. Gamlir Flateyingar lýsa eyjalífinu og sögu byggðarinnar. Ásamt afkomendum halda þeir enn tryggð við eyna, dvelja þar langtímum á sumrin og halda við gömlu húsunum.
12:00Lóa Pind: Örir íslendingarVandaður þáttur þar sem Lóa Pind kynnist dansara, rafvirkja, sjónvarpskonu og háskólanema, sem öll eru nýgreind með ADHD. Hvernig nýtast einkennin þeim og hvernig takast þau á við gallana sem þeim fylgja? Rýnt verður í áhrif ofvirknilyfja og fylgst með konu í 10 mánuði frá því hún tekur sína fyrstu töflu af Concerta.
12:50FávitarHvað skiptir mestu máli í samböndum? Hvernig verður maður góður maki? Þarf ég að hafa áhuga á samböndum? Í þættinum verður farið í grunninn á nánum samböndum. Hvernig virðir maður mörk maka síns á sama tíma og maður leitast eftir því að uppfylla eigin kröfur og standarda?
13:05Parental GuidanceAlly Langdon og ástralski uppeldisfræðingurinn Dr. Justin Coulson taka hér höndum saman með tíu settum af ólíkum foreldrum og ætla að láta reyna á aðferðir þeirra við að ala börnin upp.
13:50BaklandiðÞegar þú gengur inn um hurðina á slökkvistöðinni þarftu að leggja þitt persónulega líf til hliðar. Að sama skapi er mikilvægt að skilja verkefni dagsins eftir í búningsklefanum að vakt lokinni.
14:20Öll þessi árEdda Andrésdóttir og Páll Magnússon fá til sín gesti sem tengdust atburðum eða fréttum valinna ára og kryfja málin í léttri sex þátta fréttatengdri mannlífs- og skemmtiþáttaröð!
15:05DraumaheimiliðDraumaheimilið er sjónvarpsþáttur þar sem fylgst er með Íslendingum í fasteignahugleiðingum taka eina af stærstu ákvörðunum lífsins, hvaða eign skal kaupa. Það eru margar ákvarðanir sem fylgja fasteignakaupum auk verðs og staðsetningar; skólahverfi, íþróttafélag nánd við miðbæ auk ástands eignarinnar svo eitthvað sé nefnt. Auk þess að fylgjast með þessum stóra áfanga í lífi fólks munu áhorfendur fá góð ráð frá iðnaðarmönnum og öðrum fagaðilum.
15:40KvissVilhelm Anton og Íris Tanja mæta Sigurði Þór og Birtu líf í fyrsta þætti sextán liða úrslitanna.
16:25Kvöldstund með Eyþóri IngaEyþór Ingi er hér í banastuði ásamt einvalaliði tónlistarfólks. Það er alltaf stutt í grínið hjá okkar manni og fyrir vikið eru þessi þættir ekki aðeins stútfullir af frábærri tónlist heldur líka skemmtun sem svíkur hvorki áhorfendur í sal né þá sem heima sitja.
17:15Viltu finna milljón?Í þáttunum fylgjumst við með þremur pörum taka fjármálin sín í gegn. Í fimm mánuði munu þau fá ýmis verkefni og áskoranir með það að markmiði að bæta fjárhaginn sinn og búa til góðar venjur til framtíðar þegar kemur að fjármálum. Það par sem nær að spara mest á tímabilinu stendur uppi sem sigurvegari og fær eina milljón að launum.
18:00Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
19:00AlheimsdraumurinnÍ Alheimsdraumnum fylgjumst við með ævintýralegu ferðalagi Audda, Steinda, Sveppa og Péturs Jóhanns. Í þessari seríu er allur heimurinn undir.
19:40America's Got TalentAmeríkanar sýna hvað þeir geta hér í stærstu hæfileikakeppni heims. Keppendur eru af öllum stærðum og gerðum og hæfileikarnir jafn misjafnir og keppendur eru margir. Dómararnir eru þau Simon Cowell, Sofía Vergara, Heidi Clum og Howie Mandel. Kynnir þáttanna er Terry Crews.
21:00America's Got TalentAmeríkanar sýna hvað þeir geta hér í stærstu hæfileikakeppni heims. Keppendur eru af öllum stærðum og gerðum og hæfileikarnir jafn misjafnir og keppendur eru margir. Dómararnir eru þau Simon Cowell, Sofía Vergara, Heidi Clum og Howie Mandel. Kynnir þáttanna er Terry Crews.
21:45The WhaleÍ þessari stórbrotnu mynd frá 2022 reynir feiminn enskukennari sem jafnframt er offitusjúklingur að endurnýja kynnin við unglingsdóttur sína. Brendan Fraiser hlaut Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í myndinni.
23:40Prey for the DevilNunnan Ann, sem er 25 ára, ung og uppreisnargjörn, býr sig undir að framkvæma særingu og við það stendur hún andspænis djöfullegu afli með dularfullri tengingu við fortíð hennar. Í raun er nunnum óheimilt að framkvæma særingar en Ann hefur þrátt fyrir það fengið þjálfun í þeim efnum.
01:05Ted KTed K býr í nær algjörri einangrun í litlum timburkofa í fjöllunum í Lincoln í Montana í Bandaríkjunum. Einn daginn gerist þessi fyrrum háskólaprófessor öfgamaður. Það sem byrjar sem lítil skemmdarverk endar með að verða sprengjuárásir þar sem fólk lætur lífið. Hann fær fljótt viðurnefnið Unabomber. Myndin er byggð á dagbókum og skrifum Ted Kacynskis sjálfs.
03:05Kvöldstund með Eyþóri IngaEyþór Ingi er hér í banastuði ásamt einvalaliði tónlistarfólks. Það er alltaf stutt í grínið hjá okkar manni og fyrir vikið eru þessi þættir ekki aðeins stútfullir af frábærri tónlist heldur líka skemmtun sem svíkur hvorki áhorfendur í sal né þá sem heima sitja.