Stöð 207:00Dóra könnuðurAllir um borð! Það er komið að stóru lestakeppninni. Fyrsta lestin á stóru gulu stöðina vinnur stóra flautu.
07:20Skoppa og Skrítla út um hvippinn og hvappinnSkoppa og Skrítla halda áfram að einbeita sér að gerð efnis fyrir allra yngstu áhorfendurna. Í þessum þáttum fylgja Skoppa og Skrítla börnum á vinnustaði foreldra eða forráðamanna og upplifa framandi staði með augum barnsins. Allir staðirnir eiga það sameiginelgt að vekja forvitni og áhuga yngstu kynslóðarinnar.
07:35VinafundurLovísa Ósk og Þráinn bjóða fjölskyldum landsins á Vinafund og færa söngstund leikskólans heim í stofu. Allir ættu að geta sungið með, stórir sem smáir.
07:45HvolpasveitinPalli Popp hverfur áður en konunglegu tónleikarnir hans fara fram í Voffaborg og Sæta reynir að taka yfir tónleikana! // Dýrin hlaupa um alla höllina á meðan prinsessan er í burtu. Það er undir Róberti og Hvolpasveitinni komið að ná stjórn á þeim!
08:10Danni tígurDanni tígur kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar.
08:20Dagur DiðrikFrábærir teiknimyndaþættir um unga uppfinningamanninn Dag Diðrik, Dísu vinkonu hans og öll hjálpsömu vélmennin hans. Þau elska ævintýri og nýta sér oft tæknina til að sleppa úr erfiðum aðstæðum.
08:45SólarkanínurSkemmtilegir þættir um fimm litríkar kanínur sem eru alltaf til í ævintýri.
08:50Svampur SveinssonSvampur Sveinsson á heima í dúpinu í Ananas og vinnur á hamborgarastaðnum Klemmabita. Besti vinur hans er krossfiskur og heitir Pétur, saman taka þeir uppá kostulegum hlutum.
09:15Room on the BroomKetti hennar til mikillar gremju þá leyfir góðgjörtuð norn hundi, fugli og froski, sem hafa hjálpað henni að finna hluti sem hún týndi, að fljúga með henni á kústinum, sem verður alltof þungur fyrir vikið. Eldspúandi dreki eyðileggur kústinn og hótar að éta nornina, en dýrin vinna saman og þykjast vera skrímsli til að bjarga henni.
09:40Tröll 3Poppy kemst að því að Branch var einu sinni í strákabandinu BroZone, ásamt bræðrum sínum Floyd, John Dory, Spruce og Clay. En þegar Floyd er rænt þá fara Branch og Poppy af stað til að finna hann og sameina bræðurna.
11:05Everest - ungi snjómaðurinnFyndin og skemmtileg, talsett, teiknimynd frá þeim sömu og færðu okkur Að temja drekann sinn.
Sagan gerist í Kína og við kynnumst ungu tónlistarkonunni og fiðluleikaranum Yi sem verður meira en lítið hissa þegar hún rekst á ungan en risastóran snjómann í felum á þaki blokkarinnar þar sem hún býr. Honum hefur verið rænt og hún fær vini sína, þá Jin og Peng, til að aðstoða sig við að koma honum aftur heim til fjölskyldu sinnar á toppi Everest.
12:40BabeGamansöm kvikmynd um lífið í sveitinni. Dýrin á bóndabæ Hoggett-hjónanna þekkja öll sitt hlutverk. Þau una hag sínum bærilega þótt undir niðri óttist þau að lenda á jólaborði fjölskyldunnar. Grísinn Baddi er einn úr þessum hópi en hann lítur lífið öðruvísi augum en flestir aðrir.
14:10The Baby DaddyÁhugaverð heimildarmynd um "raðsæðisgjafann" Ari Nagel sem hefur gefið af sér rúmlega 100 börn. Þetta hátterni hans, sem er orðið ávanabindandi, er farið að hafa áhrif á samband hans við elsta son sinn, Tyler og gyðingtrúaðrar fjölskyldu hans.
15:30Steinda Con: Heimsins furðulegustu hátíðirVið fylgjumst með Steinda heimsækja margar af skrítnustu, skemmtilegustu og furðulegustu ráðstefnum sem haldnar eru í heiminum. Steindi fer með Hulla á Drachen Fest í Þýskalandi (sem er risastór hlutverkaleikahátíð), Önnu Svövu á Brony Con (ráðstefna fyrir aðdáendur My Little Pony), Bergi Ebba á UFO ráðstefnu í Arisona (ráðstefna um geimverur og þá sem segjast hafa hitt geimverur), betri helmingnum á Fetish Con (þarfnast ekki frekari útskýringa), Dóra DNA á óbyggðahátíð í Ástralíu og síðast en ekki síst með mömmu sinni til að keppa um heimsmeistaratitilinn í luftgítar sem fram fer í Finnlandi ár hvert.
16:05Rikki fer til AmeríkuStórskemmtilegur ferðaþáttur með félögunum Rikka G og Audda Blö. Við höfum öll okkar ástæður fyrir því að ferðast, kynnast nýjum menningarheimum, kynnast nýju fólki og upplifa eitthvað framandi. Rikki er ekki á þeim buxunum. Rikki hefur hingað til verið ánægður með að fara til kóngsins Köben og Tenerife en nú verður breyting á. Nú leggur hann nýtt land undir fót og ferðast til Ameríku með Audda. Með sinn einskæra sjarma og einlægni í farteskinu freistar Rikki þess að upplifa Ameríku sem nútíma vesturfari.
16:30Rikki fer til AmeríkuStórskemmtilegur ferðaþáttur með félögunum Rikka G og Audda Blö. Við höfum öll okkar ástæður fyrir því að ferðast, kynnast nýjum menningarheimum, kynnast nýju fólki og upplifa eitthvað framandi. Rikki er ekki á þeim buxunum. Rikki hefur hingað til verið ánægður með að fara til kóngsins Köben og Tenerife en nú verður breyting á. Nú leggur hann nýtt land undir fót og ferðast til Ameríku með Audda. Með sinn einskæra sjarma og einlægni í farteskinu freistar Rikki þess að upplifa Ameríku sem nútíma vesturfari.
16:50The Graham Norton ShowSpjallþáttur írska grínistans Graham Norton. Þar sem hann, á sinn skemmtilega hátt, segir brandara og spjallar við frægt fólk.
17:45FriendsFrábær gamanþáttaröð um vinina Ross, Rachel, Joey, Phoebe, Monicu og Chandler.
18:05FriendsFrábær gamanþáttaröð um vinina Ross, Rachel, Joey, Phoebe, Monicu og Chandler.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
18:55Skreytum húsSoffía sækir fólk heim og sýnir okkur hvernig er hægt að gjörbreyta ásýnd heimilisins án þess að fara í miklar framkvæmdir. Soffía leggur áherslu á að nýta það sem fyrir er og hjálpar fólki að gera fallegt heima fyrir án þess að tæma veskið.
19:05Dream Home AustraliaSex pör keppast við að umbreyta úreltum fjölskylduheimilum yfir í glæný draumaheimili, herbergi fyrir herbergi.
20:15Weird: The Al Yankovic StorySannsöguleg mynd byggð á skrautlegu lífi listamannsins "Weird Al" Yankovic, hæfileikaríku barnastjörnunnar sem endaði sem ein mesta "goðsögn" og kyntákn tónlistarsögunnar. Myndin vann Emmy verðlaun fyrir bestu sjónvarpsmynd ársins 2023.
22:00Prisoners of the GhostlandHinn eini sanni Nicolas Cage fer með aðalhlutverk í spennandi og hrollvekjandi mynd, Myndin gerist í hinni víðsjárverðu borg Samurai Town þar sem alræmdum bankaræninga er boðið frelsi í staðinn fyrir að finna barnabarn auðugs stríðsherra sem hvarf á dularfullan hátt.
23:40FriendsFrábær gamanþáttaröð um vinina Ross, Rachel, Joey, Phoebe, Monicu og Chandler.
00:00FriendsFrábær gamanþáttaröð um vinina Ross, Rachel, Joey, Phoebe, Monicu og Chandler.
00:20The SopranosMagnaður og margverðlaunaður þáttur frá HBO þar sem fylgst er með fjölskyldumanninum og mafíuforingjanum Tony Soprano í daglegu lífi. Þrátt fyrir að hafa átt mikillar velgengni að fagna í starfi og eiga góða fjölskyldu er hann þjáður á sálinni og á stöðugt í vandræðum með að finna jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Þættirnir eru margverðlaunaðir og hafa fáar þáttaraðir hlotið jafn mikið lof.
01:20The SopranosMagnaður og margverðlaunaður þáttur frá HBO þar sem fylgst er með fjölskyldumanninum og mafíuforingjanum Tony Soprano í daglegu lífi. Þrátt fyrir að hafa átt mikillar velgengni að fagna í starfi og eiga góða fjölskyldu er hann þjáður á sálinni og á stöðugt í vandræðum með að finna jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Þættirnir eru margverðlaunaðir og hafa fáar þáttaraðir hlotið jafn mikið lof.
02:05Olivia Attwood: The Price of PerfectionRaunveruleikastjarnan, kynnirinn og módelið Olivia Attwood kannar hversu langt fólk er tilbúið að ganga fyrir hið fullkomna útlit í þessum áhugaverðu heimildarþáttum.