Sjónvarp.is
  • Klukkan 11:00
    • Flýtileið
    • Kvöldið
    • Núna
    • Klukkan
    • 09:00
    • 10:00
    • 11:00
    • 12:00
    • 13:00
    • 14:00
    • 15:00
    • 16:00
    • 17:00
    • 18:00
    • 19:00
    • 20:00
    • 21:00
    • 22:00
    • 23:00
  • Þriðjudagur 8. júlí
    • Mánudagur 7. júlí
    • Þriðjudagur 8. júlí
    • Miðvikudagur 9. júlí
    • Fimmtudagur 10. júlí
    • Föstudagur 11. júlí
    • Laugardagur 12. júlí
    • Sunnudagur 13. júlí
    • Mánudagur 14. júlí
    • Þriðjudagur 15. júlí
  • Stöðvar
    • Allar stöðvar
    • Íþróttir
    • Kvikmyndir
    • Barnastöðvar
    • Fréttir
    • Norrænar
    • Evrópa
  • Heitt í dag
    • Beinar útsendingar
    • Vinsælt í dag
    • Afmælisbörn dagsins
  • Laugardagur 21. júní 2025
  • Stöð 2
    07:00Söguhúsið
    Vinir hittast í leynilegu tréhúsi og deila á milli sín uppáhalds bókunum sínum. Í hverjum þætti er tekin fyrir ein saga en allar hafa þær mismunandi grafík.
    07:07Ungar
    Hefur þú velt því fyrir þér hvernig afkvæmi dýra sofa? Í þessum fallegu þáttum er leyndarmálið afhjúpað.
    07:10Sögur af svöngum björnum
    Eins og allir vita eru birnir að mestu einfarar en Nói og Stígur eru bestu vinir og búa saman í skóginum.
    07:15Sæfarar
    Við fylgjumst með ævintýrum Sæfaranna sem ferðast um undirdjúpin. Í hverjum þætti hitta þau óvenjuleg en alvöru sjávardýr.
    07:25Danspartý með Skoppu og Skrítlu
    Í þessum þætti töfra þær vinkonur fram leikhúsrigningu með góðri hjálp lítilla vina og vinkvenna.
    07:45Momonsters
    Smáskrímslin vilja vera bestu vinir barnanna, en hvar lærir maður að verða það? Í Smáskrímslaakademíunni, þar sem nýtt barn sýnir þeim á hverjum degi hvað því finnst skemmtilegast í heiminum.
    07:50Danni tígur
    Danni tígur kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar.
    08:05Latibær 3
    Frábær þáttur um Íþróttaálfinn, Sollu stirðu, Nenna níska Glanna glæp og fleiri skemmtilega vini þeirra í Latabæ.
    08:25Pipp og Pósý
    Pipp og Posý eru mús og kanína og frábærir vinir. Líf þeirra snýst um undursamlegan heim gleði og leikja sem er fullur af hlýju og húmor.
    08:35Strumparnir
    Glænýir þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
    08:45Taina og verndarar Amazon
    Jákvæð, gleðileg og vinarleg þáttaröð með sterkum skilaboðum til barna um mikilvægi náttúrunnar, umhverfisins, regnskógarins og alls sem þar lifir.
    09:00Tappi mús
    Þessar skemmtilegu teiknimyndir eru byggðar á barnabókum eftir ítalska höfundinn Andrea Dami með teikningum eftir Marco Campanella. Hver einasti dagur ber í skauti sér ný tækifæri fyrir Tappa til að kanna veröldina og undrin sem í henni leynast ásamt fjölskyldu sinni og vinahóp þar sem kætin og gleðin ræður ætíð för.
    09:05Halló heimur II - þetta get ég!
    Í þessum þætti æfa Leon og Hafsteinn labb á línu, Ísabella veiðir með klemmu og svo eru fastir liðir eins og að geta uppá hljóði og mynd og svo spilað.
    09:20Gus, riddarinn pínupons
    Einu sinni var strákur sem þráði að verða mesti riddari í öllu Karamelluríki. Eina vandamálið... hann er pínu lítill. Gus mun sanna að hugað hjarta getur sigrast á hverju sem er.
    09:30Billi kúrekahamstur
    Að alast upp í Villta vestrinu og heyra spennandi sögur frá pabba sínum vekur ævintýraþrána hjá hamstrinum Billa. Hann er harðákveðinn í að feta í fótspor kúrekanna sem komu á undan honum og ásamt dyggum vinum sínum heldur hann af stað út í spennandi óvissuna.
    09:40Rikki Súmm
    Litla, rauða, mótorhjólið Rikki og félagar hans þeysast um brautir og reyna við nýjar þrautir í garðinum ásamt því að stýra í átt nýrra ævintýra.
    09:50Smávinir
    Smávinirnir er glaðlegt gengi sex ólíkra vina. Eins og mörg börn, nota þau teikningar til að finna svör við spurningum um lífið og tilveruna, en þau nota töfrapenna sem vekur teikningarnar þeirra til lífsins. Skemmtilegt og fjörugt ímyndunarafl býr til kostuleg ævintýri, en samvinna og hjálpsemi kemur þeim alltaf út úr óvæntum aðstæðum.
    10:00Geimvinir
    Þrír bestu vinir ferðast um heima og geima í þessum ævintýralega skemmtilegu þáttum, með það markmið að eignast nýja vini frá öðrum plánetum.
    10:10100% Úlfur
    Freddi og Ýlfhamragengið þurfa að takast á við myrka galdra gegn um tíma og rúm, til að bjarga heiminum.
    10:35Ratchet og Clank
    Skemmtileg talsett teiknimynd frá 2015 um þá félaga Ratchet og Clank sem allir sem hafa átt Playstation-leikjatölvu kannast við. Í myndinni þurfa félagarnir nú að stöðva hinn illa Drek frá því að eyðileggja plánetur í Solana-vetrarbrautinni. Þeir ganga til liðs við hóp litríkra og skemmtilegra persóna sem kallar sig Alheimsverðina. Saman keppast þau við að bjarga sólkerfinu á sama tíma og það reynir á vináttu þeirra. Ratchet og Clank þurfa að skoða hvað það merkir að vera hetja og hvað það þýðir að vera hugrakkur og trúr sjálfum sér.
    12:05Bold and the Beautiful
    Forrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
    12:25Bold and the Beautiful
    Forrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
    12:45Bold and the Beautiful
    Forrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
    13:05Bold and the Beautiful
    Forrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
    13:30The Way Home
    Þrjár kynslóðir sterkra, sjálfstæðra kvenna, sem búa saman í litla sveitabænum Port Haven, sameinast á ný á hátt sem engin þeirra sá fyrir.
    14:10Sullivan's Crossing
    Hneykslismál veldur því að heilaskurðlæknirinn Maggie Sullivan snýr aftur til heimahaganna úr borginni. Nú þarf hún ekki einungis að takast á við núverandi aðstæður heldur líka erfiða fortíð sem hún hefur leitt hjá sér lengi.
    14:55Tískutal
    Dóra Júlía Agnarsdóttir kíkir í fataskápinn hjá ýmsum landsþekktum einstaklingum.
    15:15Rax Augnablik
    Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson segir sögurnar á bak við myndirnar sem hann tók, fólkið sem hann hitti og allar ævintýralegu aðstæðurnar sem hann hefur lent í.
    15:25Blindur bakstur
    Eva Laufey fær til sín góða gesti sem ætla að keppa í kökubakstri. Eva er með ákveðna uppskrift sem keppendur þurfa að fylgja frá upphafi til enda í blindni. Eldhús keppendanna eru stúkuð af og sjá þeir ekkert nema sína vinnustöð. Með aðeins hráefnin fyrir framan sig og rödd Evu þurfa þeir að fylgja henni í einu og öllu á meðan hún bakar í sínu horni, þá reynir á að þekkja hráefnin og nýta tímann sem best. Sigurvegarinn er sá sem á afraksturinn sem er hvað líkastur því sem Eva Laufey lagði upp með.
    15:55Britain's Got Talent
    Stærsta hæfileikakeppni heims og skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna. Dómarar eru þau Simon Cowell, leikkonan Amanda Holden, söngkonan Alesha Dixon og atvinnudansarinn og Strictly Come Dancing dómarinn Bruno Tonioli. Kynnar eru skemmtikraftarnir Ant og Dec og fara á kostum eins og þeim einum er lagið.
    17:001 stjarna
    Steindi Jr. og Dóri DNA ferðast um heiminn og kynnast öllu því slappasta, hallærislegasta og skrýtnasta sem hann hefur upp á að bjóða.
    17:25Impractical Jokers
    Hlægilegir bandarískir þættir þar sem æskuvinir skiptast á að vera þátttakendur í hrekk í falinni myndavél.
    17:50Hristur, ekki hrærður
    Bjarni Hafþór Helgason, tónskáld og rithöfundur segir sögur á sinn einstaka hátt af heimahögum og mikilvægi húmors í veikindum og heilsuleysi.
    18:26Veður
    Veður
    18:30Kvöldfréttir
    Fréttastofan flytur fréttir í beinni útsendingu alla daga ársins.
    18:50Sportpakkinn
    Íþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
    19:00Tónlistarmennirnir okkar
    Tónlistarmennirnir okkar er heimildar- og viðtalssþáttaröð þar sem sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal hittir nokkra af ástsælustu skemmtikröftum landsins, fylgir þeim eftir í leik og starfi og rifjar upp feril þeirra.
    19:35Admission
    Gamanmynd með Tinu Fey og Paul Rudd í aðalhlutverkum. Portia Nathan vinnur það vandasama starf að fara yfir og meta umsóknir þeirra sem árlega sækja um skólavist í Princeton-háskólanum. Á þetta reynir hins vegar verulega þegar hana fer að gruna að einn umsækjendanna sé í raun hennar eigin sonur sem hún gaf til ættleiðingar á sínum tíma.
    21:20Joy Ride
    Gamanmynd frá 2023 um fjóra bandaríska vini af asískum ættum sem halda til Kína í leit að blóðmóður eins þeirra. Þar lenda þau í ýmsum ævintýrum og uppgötva hvað það raunverulega þýðir að þekkja og elska sitt sanna sjálf.
    22:50Blacklight
    Hörkuspennandi mynd frá 2022 með Liam Neeson í aðalhlutverki. Travis Block starfar sjálfstætt fyrir stjórnvöld að ýmsum leynilegum verkefnum. Þegar hann kemst á snoðir um skuggalegt verkefni sem tengist yfirmanni hans og kallast Operation Unity fær hann hjálp frá blaðamanni við að leysa málið.
    00:30Five Nights at Freddy's
    Mike Schmidt, sem er nýbyrjaður sem næturvörður á matstofu bæjarins, Freddy Fazbar´s Pizza, kemst að því á sinni fyrstu vakt að nóttin á ekki eftir að verða jafn auðveld og hann hélt. Svo virðist sem leikmunirnir á staðnum séu ekki bara vélmenni. Þeir eru lifandi. Mun honum takast að lifa af fyrstu fimm vaktirnar?
    02:15Sullivan's Crossing
    Hneykslismál veldur því að heilaskurðlæknirinn Maggie Sullivan snýr aftur til heimahaganna úr borginni. Nú þarf hún ekki einungis að takast á við núverandi aðstæður heldur líka erfiða fortíð sem hún hefur leitt hjá sér lengi.
    03:00The Way Home
    Þrjár kynslóðir sterkra, sjálfstæðra kvenna, sem búa saman í litla sveitabænum Port Haven, sameinast á ný á hátt sem engin þeirra sá fyrir.

Upplýsingar um sjonvarp.is